Viðskipti erlent

Merrill Lynch býst til varnar

MYND/AFP
MYND/AFP

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch tilkynnti fyrr í dag um útgáfu nýs hlutafjár til að styrkja eiginfjárstöðu bankans. Áætlað er að safna um 8,5 milljörðum dollara í nýju hlutafé og hefur Temasek Holdings, ríkisfjárfestingarsjóður Singapúr, samþykkt að kaupa 3,4 milljarða af þeirri upphæð. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

,,Þá losaði bankinn sig við verðlitlar eignir bundnar í skuldavafningum, með talsverðum afföllum þó, sem einnig er ætlað að styrkja efnahag bankans. Þrátt fyrir að bankinn hafi náð með sölu skuldavafninganna að minnka stöðu sína í þeim eignaflokki um ellefu milljarða dollara býst félagið samt sem áður við að þurfa afskrifa sem nemur 5,7 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi, þar af 4,4 milljarða dollara vegna skuldavafninga," segir greiningardeildin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×