Viðskipti innlent

Um 4-5% samdráttur í einkaneyslu

Um 4-5% samdráttur hefur orðið í einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi 2008 miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta segir í Morgunkorni Glitnis og miðar greiningadeildin tölur sínar við þróun kortaveltu á tímabilinu.

Greining Glitnis segir samdráttinn ekki hafa verið jafn snarpan á fyrsta fjórðungi síðan árið 2002, þegar heimilin glímdu við skertan kaupmátt vegna gengisfalls krónu og almenna svartsýni um efnahagshorfur líkt og nú. "Þar sem vöxtur einkaneyslu var mikill á seinni hluta síðasta árs gerum við ráð fyrir að samdrátturinn það sem eftir lifir af þessu ári verði þeim mun meiri," segir í Morgunkorni Glitnis.

Í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis frá því í maí var 1,5% samdrætti spáð í einkaneyslu á yfirstandandi ári og miðað við nýjustu tölur og útlitið fyrir seinni helming ársins gæti samdrátturinn orðið öllu meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×