Erlent

Georgía slítur stjórnmálasambandi við Rússland

Saakashvili, forseti Georgíu.
Saakashvili, forseti Georgíu. MYND/AP
Georgía hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Þetta staðfesti aðstoðarutanríkisráðherra landsins í dag. Ástæðan er vitaskuld væringar sem verið hafa á milli ríkjanna sem náðu hámarki í skammvinnu stríði fyrr í mánuðinum. Þá hafa Rússar viðurkennt sjálfstæði georgísku sjálfstjórnarhéraðanna Abkasíu og Suður-Ossetíu en sú ákvörðun hefur verið fordæmd víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×