Erlent

Íbúar New Orleans búa sig undir hið versta

Fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans fyrir þremur árum.
Fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans fyrir þremur árum.

Hitabeltissstormurinn Gústaf hefur gengið yfir Jamaíka með rigningu og miklu roki. Óveðrið hefur þegar orðið um 60 manns að bana á Haíti og Dóminíska lýðveldinu en enn gæti veðrið versnað.

Yfirvöld við Mexíkóflóa í Bandaríkjunum eru uggandi yfir gangi mála enda einungis þrjú ár síðan fellibylurinn Katrín reið yfir með skelfilegum afleiðingum. Íbúar í New Orleans undarbúa því neyðaraðgerðir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×