Erlent

Karadiz telur samsæri vera í gangi gegn sér

Radovan Karadzic neitar að lýsa sig sekan eða saklausan af stríðsglæpunum sem hann er ákærður fyrir í stríðsglæpadómstólnum í Haag. Hann staðhæfir að samsæri sé í gangi gegn honum og að „réttur Nató" vilji ekkert annað en tortímingu hans.

Þegar sakborningur neitar að lýsa yfir sekt eða sakleysi í stríðsdómsstólnum er gert ráð fyrir að hann lýsi sig saklausan í framvindu réttarhaldanna.

Kardzic stendur frammi fyrir ellefur ákærum, þar á meðal fyrir fjöldamorð á 8000 mönnum og drengjum í Srebrenica. Það fjöldamorð er talið það stærsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Þegar hann stóð frammi fyrir réttinum í dag í annað skipti sagði hann „Ég er hættur að nota dulnefni, hættið þið því líka," samkvæmt fréttavef BBC. Næsta yfirheyrsla yfir honum er 17. september.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×