Erlent

Ný kvikmynd um æsku Lennons

Unnið er að gerð kvikmyndar um ævi Bítilsins Johns Lennon. Titill myndarinnar verður Nowhere Boy og mun hún einkum fjalla um unglingsár Lennons. Handritshöfundur myndarinnar segir að Lennon hafi verið einmana unglingur. Móðir hans hafi yfirgefið hann og hann hafi því alist upp hjá ráðríkri frænku sinni. Hann hafi átt sér undankomuleið í tónlistinni og vináttunni við Paul McCartney. Myndin verður tekin upp í Liverpool, heimabæ Lennons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×