Erlent

Átök milli lögreglu og mótmælenda í Bangkok

Thaksin Shinavatra fyrrverandi forsætisráðherra í Tælandi. Mynd/ Getty.
Thaksin Shinavatra fyrrverandi forsætisráðherra í Tælandi. Mynd/ Getty.

Átök brutust út í nótt á milli lögreglu og mótmælenda sem hafa lagt undir sig stjórnarráðsbygginguna í Bangkok, höfuðborg Tælands. Dómari í borginni hefur fyrirskipað lögreglunni að reka mótmælendur út úr byggingunni.

Þeir hafa verið þar í fjóra daga og neita að fara fyrr en forsætisráðherra landsins, Samak Sundaravej, og ríkisstjórn hans segir af sér. Þeir segja að núverandi forsætisráðherra sé strengjabrúða fyrrum forsætisráðherrans, Thaksin Shinavatra, sem var hrakinn úr embætti árið 2006 og sendur í útlegð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×