Innlent

Nokkuð um ófullnægjandi verðmerkingar á Akureyri

MYND/GVA

Ástand verðmerkinga á hátt í 40 vörum af 200 í matvöruverslunum á Akureyri reyndist í ólagi samkvæmt könnun sem Neytendastofa gerði nýverið.

Farið var í átta matvöruverslanir á svæðinu og 25 vörur skoðaðar af handahófi á hverjum stað. Sautján prósent af vörunum 200 reyndust ekki rétt verðmerktar.

Þá fóru starfsmenn Neytendastofu í fimm bakarí. Í öllum Kristjánsbakaríum voru verðmerkingar í góðu lagi en í öðrum bakaríum var verðmerkingum ábótavant. Enn fremur var farið í 74 sérvöruverslanir og var ástand verðmerkinga almennt gott þar en mikið vantaði upp á verðmerkingar í sýningargluggum.

Neytendastofa hyggst halda verðmerkingareftirliti sínu áfram og kanna verðmerkingar á öðrum svæðum á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×