Innlent

Skýrslur teknar af meintum ræningjum

Lögreglumenn á vettvangi í gær.
Lögreglumenn á vettvangi í gær. MYND/Frikki Þór

Skýrslur verða í dag teknar af þremur mönnum sem handteknir voru eftir rán í Skólavörubúðinni við Smiðjuveg í Kópavogi í gær.

Mennirnir þrír komu inn í búðina í gærmorgun til þess að kanna aðstæður og laust fyrir klukkan þrjú komu tveir þeirra aftur inn í búðina og skáru í sundur lás á fartölvu í búðinni. Þegar starfsmaður hugðist hafa afskipti af þeim ógnuðu þeir honum með dúkahníf og komust á brott. Þeir fundust hins vegar um fimmleytið í gær í íbúð í Breiðholti.

Að sögn Ómars Smára Ármannssonar hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður tekin ákvörðun eftir yfirheyrslurnar hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×