Viðskipti erlent

Lufthansa vill kaupa SAS

Viðskipti með hlutabréf í SAS hafa verið stöðvuð í dönsku kauphöllinni eftir að Reuter-fréttastofan birti frétt þess efnis að Lufthansa hefði áhuga á að kaupa SAS.

Hlutabréfin hækkuðu um 12% í morgun eftir að fregnin barst út. Samkvæmt Reuters mun Lufthansa brátt leggja fram kauptilboð og að rætt verði um kaupin á næsta stjórnarfundi Lufthansa þann 24. þessa mánaðar. Með yfirtöku á flugfélagsins hofir Lufthansa til þess að styrkja stöðu sína mjög á evrópskum flugrekstrarmarkaði. Talsverðra samlegðaráhrifa myndi gæta með samruna flugfélaganna í því erfiða árferði sem nú ríki í flugrekstri í kjölfar þess að rekstrarkostnaður rauk upp úr öllu valdi. Munar þar mestu um hátt olíuverð. Heimildamaður fréttastofunnar segir forsvarsmenn flugfélaganna hafa fundað um málið síðan í maí. Lufthansa, sem er annað umsvifamesta flugfélag Evrópu á eftir Air France-KLM, mun hafa skoðað fleiri flugfélög. Þar á meðal eru ítalska fyrirtækið Alitalia, hið pólska LOT og Austrian Airlines. Þá mun Lufthansa íhuga nú um stundir að kaupa 45 prósenta hlut í belgíska flugfélaginu Brussel Airlines. Sænska, norska og danska ríkið á helmingshlut í SAS auk þess sem sænska Wallanberg-fjölskyldan situr á sjö prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×