George Soros segir heimshagkerfið standa á barmi hyldýpisins 12. september 2008 11:09 Auðkýfingurinn George Soros MYND/AFP Auðkýfingurinn George Soros segir í viðtali við franska fréttatímaritið L'Express að hvorki Bandaríkin né Evrópa sleppi við alvarlega efnahagskreppu. Í viðtalinu segir Soros að þó efnahagur Bandaríkjanna virðist hafa staðið af sér fjármálakreppuna og hrun húsnæðismarkaða sé óumflýjanlegt að kreppa skelli á í Bandaríkjunum nú á haust eða vetrarmánuðum. Soros segir að hið versta sé enn eftir, og að þó seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafi gert sitt besta til að lina fjármálakrísuna sé óvissa enn gríðarleg og vantraust einkenni markaði. Við slíkar aðstæður geti fjármálakerfi heimsins ekki sinnt hlutverki sínu, sem leiði til þess að kyrkingur hlaupi í alla efnahagsstarfsemi. Þá segir Soros að heimshagkerfi standi nú, í fyrsta sinn síðan 1930, á barmi hyldýpisins og algers hruns. Þar tekur hann í raun undir orð fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, sem sagði fyrir viku að efnahagsaðastæður þær sem Bretland stæði frammi fyrir væru þær verstu síðan í upphafi heimskreppunnar. Soros kennir Alan Greenspan um hvernig komið er, og segir að ákvörðun Greenspan að lækka vexti niður úr öllu valdi í byrjun áratugarins hafi lagt grunninn að óeðlilegum verðhækkunum á húsnæði. Þá hafi aðilar á markaði haft oftrú á mætti hinnar ósýnilegu handar og markaðslögmálunum - svo hafi virst sem menn hafi haldið að meðan markaðirnir fengju að starfa óáreittir gæti ekkert farið úrskeiðis. Markaðir séu hins vegar ekki fullkomnir, upplýsingaflæði sé ójafnt og áhættur því oftar en ekki rangt metnar. Spurður að því hvort hann sé að krefjast nýrra og hertari reglna um fjármagnsviðskipti svarar Soros því til að hann vilji alls ekki að stjórnvöld fari offari í reglusetningu. Stjórnmálamenn séu fólk, líkt og bankamenn og fjárfestar, og séu því jafn líklegir til að taka rangar ákvarðanir eða ganga of langt. "En fjármálakerfið hefur tekið að hegða sér svo óskynsamlega að það þarf að setja einhver bönd á það, án þess þó að það hefti efnahagsstarfsemi," bætti Soros við. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Auðkýfingurinn George Soros segir í viðtali við franska fréttatímaritið L'Express að hvorki Bandaríkin né Evrópa sleppi við alvarlega efnahagskreppu. Í viðtalinu segir Soros að þó efnahagur Bandaríkjanna virðist hafa staðið af sér fjármálakreppuna og hrun húsnæðismarkaða sé óumflýjanlegt að kreppa skelli á í Bandaríkjunum nú á haust eða vetrarmánuðum. Soros segir að hið versta sé enn eftir, og að þó seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafi gert sitt besta til að lina fjármálakrísuna sé óvissa enn gríðarleg og vantraust einkenni markaði. Við slíkar aðstæður geti fjármálakerfi heimsins ekki sinnt hlutverki sínu, sem leiði til þess að kyrkingur hlaupi í alla efnahagsstarfsemi. Þá segir Soros að heimshagkerfi standi nú, í fyrsta sinn síðan 1930, á barmi hyldýpisins og algers hruns. Þar tekur hann í raun undir orð fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, sem sagði fyrir viku að efnahagsaðastæður þær sem Bretland stæði frammi fyrir væru þær verstu síðan í upphafi heimskreppunnar. Soros kennir Alan Greenspan um hvernig komið er, og segir að ákvörðun Greenspan að lækka vexti niður úr öllu valdi í byrjun áratugarins hafi lagt grunninn að óeðlilegum verðhækkunum á húsnæði. Þá hafi aðilar á markaði haft oftrú á mætti hinnar ósýnilegu handar og markaðslögmálunum - svo hafi virst sem menn hafi haldið að meðan markaðirnir fengju að starfa óáreittir gæti ekkert farið úrskeiðis. Markaðir séu hins vegar ekki fullkomnir, upplýsingaflæði sé ójafnt og áhættur því oftar en ekki rangt metnar. Spurður að því hvort hann sé að krefjast nýrra og hertari reglna um fjármagnsviðskipti svarar Soros því til að hann vilji alls ekki að stjórnvöld fari offari í reglusetningu. Stjórnmálamenn séu fólk, líkt og bankamenn og fjárfestar, og séu því jafn líklegir til að taka rangar ákvarðanir eða ganga of langt. "En fjármálakerfið hefur tekið að hegða sér svo óskynsamlega að það þarf að setja einhver bönd á það, án þess þó að það hefti efnahagsstarfsemi," bætti Soros við.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira