George Soros segir heimshagkerfið standa á barmi hyldýpisins 12. september 2008 11:09 Auðkýfingurinn George Soros MYND/AFP Auðkýfingurinn George Soros segir í viðtali við franska fréttatímaritið L'Express að hvorki Bandaríkin né Evrópa sleppi við alvarlega efnahagskreppu. Í viðtalinu segir Soros að þó efnahagur Bandaríkjanna virðist hafa staðið af sér fjármálakreppuna og hrun húsnæðismarkaða sé óumflýjanlegt að kreppa skelli á í Bandaríkjunum nú á haust eða vetrarmánuðum. Soros segir að hið versta sé enn eftir, og að þó seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafi gert sitt besta til að lina fjármálakrísuna sé óvissa enn gríðarleg og vantraust einkenni markaði. Við slíkar aðstæður geti fjármálakerfi heimsins ekki sinnt hlutverki sínu, sem leiði til þess að kyrkingur hlaupi í alla efnahagsstarfsemi. Þá segir Soros að heimshagkerfi standi nú, í fyrsta sinn síðan 1930, á barmi hyldýpisins og algers hruns. Þar tekur hann í raun undir orð fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, sem sagði fyrir viku að efnahagsaðastæður þær sem Bretland stæði frammi fyrir væru þær verstu síðan í upphafi heimskreppunnar. Soros kennir Alan Greenspan um hvernig komið er, og segir að ákvörðun Greenspan að lækka vexti niður úr öllu valdi í byrjun áratugarins hafi lagt grunninn að óeðlilegum verðhækkunum á húsnæði. Þá hafi aðilar á markaði haft oftrú á mætti hinnar ósýnilegu handar og markaðslögmálunum - svo hafi virst sem menn hafi haldið að meðan markaðirnir fengju að starfa óáreittir gæti ekkert farið úrskeiðis. Markaðir séu hins vegar ekki fullkomnir, upplýsingaflæði sé ójafnt og áhættur því oftar en ekki rangt metnar. Spurður að því hvort hann sé að krefjast nýrra og hertari reglna um fjármagnsviðskipti svarar Soros því til að hann vilji alls ekki að stjórnvöld fari offari í reglusetningu. Stjórnmálamenn séu fólk, líkt og bankamenn og fjárfestar, og séu því jafn líklegir til að taka rangar ákvarðanir eða ganga of langt. "En fjármálakerfið hefur tekið að hegða sér svo óskynsamlega að það þarf að setja einhver bönd á það, án þess þó að það hefti efnahagsstarfsemi," bætti Soros við. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Auðkýfingurinn George Soros segir í viðtali við franska fréttatímaritið L'Express að hvorki Bandaríkin né Evrópa sleppi við alvarlega efnahagskreppu. Í viðtalinu segir Soros að þó efnahagur Bandaríkjanna virðist hafa staðið af sér fjármálakreppuna og hrun húsnæðismarkaða sé óumflýjanlegt að kreppa skelli á í Bandaríkjunum nú á haust eða vetrarmánuðum. Soros segir að hið versta sé enn eftir, og að þó seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafi gert sitt besta til að lina fjármálakrísuna sé óvissa enn gríðarleg og vantraust einkenni markaði. Við slíkar aðstæður geti fjármálakerfi heimsins ekki sinnt hlutverki sínu, sem leiði til þess að kyrkingur hlaupi í alla efnahagsstarfsemi. Þá segir Soros að heimshagkerfi standi nú, í fyrsta sinn síðan 1930, á barmi hyldýpisins og algers hruns. Þar tekur hann í raun undir orð fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, sem sagði fyrir viku að efnahagsaðastæður þær sem Bretland stæði frammi fyrir væru þær verstu síðan í upphafi heimskreppunnar. Soros kennir Alan Greenspan um hvernig komið er, og segir að ákvörðun Greenspan að lækka vexti niður úr öllu valdi í byrjun áratugarins hafi lagt grunninn að óeðlilegum verðhækkunum á húsnæði. Þá hafi aðilar á markaði haft oftrú á mætti hinnar ósýnilegu handar og markaðslögmálunum - svo hafi virst sem menn hafi haldið að meðan markaðirnir fengju að starfa óáreittir gæti ekkert farið úrskeiðis. Markaðir séu hins vegar ekki fullkomnir, upplýsingaflæði sé ójafnt og áhættur því oftar en ekki rangt metnar. Spurður að því hvort hann sé að krefjast nýrra og hertari reglna um fjármagnsviðskipti svarar Soros því til að hann vilji alls ekki að stjórnvöld fari offari í reglusetningu. Stjórnmálamenn séu fólk, líkt og bankamenn og fjárfestar, og séu því jafn líklegir til að taka rangar ákvarðanir eða ganga of langt. "En fjármálakerfið hefur tekið að hegða sér svo óskynsamlega að það þarf að setja einhver bönd á það, án þess þó að það hefti efnahagsstarfsemi," bætti Soros við.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent