Viðskipti erlent

Gjaldþrot XL snertir hátt í 300 þúsund viðskiptavini

Gjaldþrot XL Leisure Group snertir um 285 þúsund viðskiptavini fyrirtækisins.

Talið er að gjaldþrotið hafi strax snert 85 þúsund manns sem eru strandaglópar vegna verkfallsins. Af þeim eru 50 þúsund viðskiptavinir staddir í ferðalagi á vegum XL ferðaskrifstofunnar, 10 þúsund á ferðalagi með XL Airways og 25 þúsund á ferðalagi með öðrum ferðaskrifstofum sem fljúga á vegum XL. Um tvö hundruð þúsund aðrir viðskiptavinir áttu bókanir hjá XL Leisure Group, en höfðu ekki lagt af stað í ferðalög.

Phil Wyatt, forstjóri XL Leisure Group, sagði í samtali við Sky fréttastöðina að það yrði mikil áskorun að koma öllum strandaglópum til síns heima.

Sky fréttastöðin greindi frá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×