Viðskipti erlent

Lehman bjargað um helgina?

Höfuðstöðvar Lehman í New York
Höfuðstöðvar Lehman í New York MYND/AFP

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir ólíklegt að kaupendur fáist að Lehman Brothers nema Seðlabanki Bandaríkjanna og bandaríska ríkið ábyrgist verðmæti stórs hluta eignasafns Lehman. Samkvæmt heimildamönnum blaðsins vilja hugsanlegir kaupendur að gengið verði frá björgun Lehamn með sama hætti og þegar Seðlabankinn og ríkið auðvelduðu J.P. Morgan Chase að taka yfir Bear Stearns sem varð gjaldþrota fyrr í ár. Þá tók ríkið á sig 29 milljarða dollara í ábyrgðir. Nú er talað um að ríkið þurfi að ábyrgjast á bilinu 20 til 40 milljarða.

Samkvæmt heimildum Washington Post vinnur Seðlabanki Bandaríkjanna nú að því að finna kaupendur að Lehman, og segja heimildamenn blaðsins að vonir standi til þess að hægt verði að tilkynna um sölu fyrir opnun markaða á mánudag. Blaðið segir þó að ríkið vilji ekki taka á sig neinar skuldbindingar tengdar björgunaraðgerðinni, og ein lausn sé að búta bankann niður og selja hann í pörtum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×