Viðskipti innlent

Marel skilar rúmlega milljarðs hagnaði

Hörður Arnarsson forstjóri Marel
Hörður Arnarsson forstjóri Marel

Marel Food Systems kynnti í dag afkomu annars ársfjórðungs 2008.

Helstu niðurstöður eru þær að hagnaður tímabilsins nam 10,1 milljón evra eða um rúmum 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Sala á tímabilinu nam 145 milljónum evra samanborið við 72,6 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður nam aftur á móti 11,1 milljónum evra á tímabilinu í stað 3.4 milljóna á sama tímabili í fyrra.

Fjármagnskostnaður á ársfjórðungnum var hagstæður. Á fjórðungnum voru gefin út skuldabréf í íslenskum krónum að fjárhæð 6 milljarðar. Uppgjörsmynt Marels er evrur og á hagstæðum tímapunkti var skuldbingingum félagsins vegna skuldabréfaútboðsins skipt yfir í evruskuldbindingar, samtals 47 milljónir evra, sem skapar einskiptis gengishagnað.

"Við kláruðum formlega samruna Marel og Stork Food Systems þann 8. mai síðastliðinn sem voru mikil tímamót í sögu fyrirtækisins Sameinað fyrirtæki hefur stærð og styrk til að fylgja eftir vexti viðskiptavina inn á nýmarkaði Austur Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu.

Eftir þrjár stefnumarkandi yfirtökur á síðastliðnum tveimur árum höfum við á þessu ári lagt áherslu á samþættingu félaganna, innri vöxt og bætta afkomu. Marel Food Systems skilar á öðrum ársfjórðungi 9,5% rekstrarhagnaði (próforma) sem hlutfall af sölu af kjarnastarfsemi og sýnir jafnframt sterkan innri vöxt. Fyrstu sex mánuði ársins er rekstrarhagnaður (próforma) sem hlutfall af sölu 8,7%, með sýnilegum bata á milli fjórðunga, sem er í samræmi við þau markmið um að ná 9% rekstrarhagnaði fyrir árið í heild og yfir 10% á næsta ári," sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Marels í yfirlýsingu af þessu tilefni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×