Viðskipti innlent

Spron hækkaði um 8,54% í dag

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 2,8% í dag. Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 11,24%. SPRON hækkaði um 8,54% eða um það bil 2,8 milljarða að markaðsvirði. FL Group hækkaði um 8,38%. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 4,88% og Glitnir um 3,71%.

Þegar horft er til áramóta sést að ekkert félag hefur hækkað frá þeim tíma. Hins vegar hafa fjölmörg fyrirtæki lækkað, Exista þeirra mest eða um 38,94%. Markaðsvirði Exista er nú 137 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×