Viðskipti innlent

Búist við sameiningu Byrs og Glitnis á næstu dögum

Búist er við að sameining Glitnis og sparisjóðsins Byrs verði tilkynnt um eða eftir helgi. Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Byrs um að verða að hlutafélagi, en það var megin forsenda þess að samruni þessara bankarisa yrði að veruleika.

Eigendur Byrs hafa átt í óformlegum viðræðum við stærstu hluthafa í Glitni um samruna í nokkurn tíma en heimildir herma að töluverður gangur sé nú kominn á þær viðræður. Í gær samþykkti fjármálaeftirlitið umsókn Byrs um breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins yfir í hlutafélag. Breytingin var samþykkt á fundi stofnfjáreigenda í lok ágúst.

Þessi breyting gerir Byr því kleift að sameinast Glitni en búist er við að sameiningaráform verði kynnt um eða eftir helgi. Samkeppniseftirlitið og fjármálaeftirlitið þurfa þá að samþykkja samrunan áður en af honum getur orðið.

Gera má ráð fyrir að frekari samrunum á fjármálamarkaði á næstu dögum og vikum en sögur eru uppi um sameiningu straums og landsbankans. Þá hefur samkeppniseftirlitið enn til skoðunar samruna Kaupþings og spron en töluverð óánægja er með hversu langan tíma sú skoðun hefur tekið. Dæmi er um að samrunum sé nú flýtt víða um heim án athugasemda frá eftirlitsaðilum til að koma í veg fyrir gjaldþrot.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×