Erlent

Obama nær forskoti á McCain

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, virðist aftur vera að ná nokkru forskoti á keppnaut sinn John McCain forsetaframbjóðanda Rebúblikana.

Í nýrri könnun sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS birti nýtur hann stuðnings fjörtíu og átta prósent kjósenda og er með fimm prósenta forskot á McCain.

Nokkuð dró saman með þeim eftir flokksþing Rebúblikana og tilkynningu um varaforsetaefnið Söru Palin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×