Erlent

Obama segir að McCain vilji einkavæða almannatryggingarnar

Barack Obama segir að John McCain vilji einkavæða almannatryggingakerfið í Bandaríkjunum. Ummælin féllu á fundi í Flórída í dag en búist er við að málefni almannatrygginga verði eitt af hitamálunum það sem eftir lifir af kosningabaráttunni.

Á fundinum sagði Obama að ef McCain hefði fengið að ráða væri almannatryggingakerfið nú í þrengingum vegna samdráttarins á Wall Street. Milljónir manna hefðu horft upp á lífeyrinn sinn gufa upp í niðursveiflunni. „Það mund aldrei gerast nái ég kjöri. Ég mun ekki spila með almannatryggingarnar."

McCain vísaði þessum ásökunum á bug og kallaði þær örþrifaráð og hræðsluáróður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×