Viðskipti innlent

Verðskrá Vodafone hækkar

Árni Pétur Jónsson er stjórnarformaður Teymis, móðurfélags Vodafone.
Árni Pétur Jónsson er stjórnarformaður Teymis, móðurfélags Vodafone.
Verð á þjónustu Vodafone, að frátöldu verði á Vodafone Frelsi, hækkar um 4,4% þann 1. júní næstkomandi samvæmt ákvörðun framkvæmdarstjórnar félagsins.

Verðskrá fyrir Frelsi breytist ekki né heldur þær sparnaðarleiðir sem viðskiptavinum Vodafone stendur til boða, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vodafone.

Ástæður verðbreytinganna eru sagðar vera kostnaðarhækkanir í rekstri en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 12,4% frá því verðskrá Vodafone var hækkuð síðast. Á sama tíma hafi launaskrið verið 10% og aðföng hafi hækkað um 20-30%, meðal annars vegna gengisþróunar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×