Viðskipti innlent

Hlutabréf og gengi á niðurleið í morgun

Úrvalsvísitalan lækkaði um rúmt prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 4.873 stigum. Gengisvístalan hefur hækkað um nær 1,5% og hefur gengið veikst sem því nemur.

Aðeins eitt félag hefur hækkað en það er Flaga um 3,7%. Mesta lækkun hefur orðið hjá Exista eða 2,6%, Straumur hefur lækkað um 1,9% og FL Group um 1,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×