Fótbolti

Fílabeinsströndin lagði Nígeríu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá setningarhátíð Afríkukeppninnar í gær.
Frá setningarhátíð Afríkukeppninnar í gær.

Stórleik Fílabeinsstrandarinnar og Nígeríu í B-riðli Afríkukeppninnar er lokið. Fílabeinsströndin vann 1-0 sigur en Saloman Kalou, leikmaður Chelsea, skoraði eina mark leiksins.

Afríkukeppnin fer fram í Gana og hófst í gær en hún mun standa yfir til 10. febrúar. Opnunarleikurinn fór fram í gær þegar heimamenn unnu 2-1 sigur á Gíneu í A-riðli.

Annar leikur fór fram í A-riðli í dag. Marokkó vann stórsigur á Namibíu 5-1. Soufiane Alloudi skoraði þrennu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×