Viðskipti innlent

Áhyggjur af endurbótum á Íbúðalánasjóði

Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.
Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.

Óvissa er mikil í efnahagsmálum að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kemur í kjölfar tveggja vikna úttektar nefndarinnar á íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings.

Í úttektinni er fjallað um mikilvæg atriði er snerta peningamál, ríkisfjármál og fjármálastöðugleika og þar ber hæst áhyggjur sendinefndarinnar af fyrirhuguðum endurbótum á Íbúðalánasjóði.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að þeim endurbótum sem lofað hefur verið verði hrundið í framkvæmd sem fyrst til þess að efla skilvirkni peningamálastefnunnar.

Hálffimm fréttir Kaupþings er hægt að lesa hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×