Viðskipti innlent

Raungengið ekki mælst lægra í sjö ár

Raungengi hefur ekki mælst lægra frá því í desember 2001 samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans.

Greining Glitnis fjallar um þetta í Morgunkorni sínu. Þar kemur fram að raungengi, mælt sem hlutfallsleg þróun verðlags hér á landi samanborið við helstu viðskiptalönd, mældist 86,1 stig í júní. Er raungengið nú afar lágt í sögulegu samhengi og talsvert lægra raungengi en samræmist ytra jafnvægi þjóðarbúsins.

Raungengi lækkaði um 4,3% í júní frá fyrri mánuði og hefur nú lækkað um hátt í 20% frá áramótum. Lækkun raungengis á árinu má rekja til lækkunar nafngengis krónunnar, en meiri verðbólga hér á landi en í helstu viðskiptalöndum vegur á móti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×