Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgar um fjögur prósent fyrstu fimm mánuði ársins

MYND/Páll Bergmann

Gistnóttum á hótelum á landinu fjölgaði um fjögur prósent fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar.

Gistnæturnar reyndust 428 þúsund þessa mánuði í ár en voru 412 þúsund sömu mánuði í fyrra. Fjölgun varð á Suðurlandi um rúm 20 prósent og á höfuðborgarsvæðinu um fjögur prósent en gistinóttum fækkaði um 13 prósent á Austurlandi.

Fjölgun gistinátta fyrstu fimm mánuði ársins nær eingöngu til Íslendinga því gistinætur útlendinga standa í stað þessa fyrstu fimm mánuði ársins. Þegar aðeins er horft til maímánaðar þá reyndust gistinæturnar álíka margar og í maí í fyrra, eða 117 þúsund.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×