Viðskipti innlent

Líkir Landsbankanum við tyrkneskan banka

SB skrifar
Bert Heemskerk, bankastjóri Rabobank. Gagnrýndi Landsbankann í hollenska ríkissjónvarpinu.
Bert Heemskerk, bankastjóri Rabobank. Gagnrýndi Landsbankann í hollenska ríkissjónvarpinu.

Bankastjóri Rabobank, stærsta banka Hollands, réðst harkalega á innkomu Landsbankans á hollenskan markað í viðtali í hollenska ríkissjónvarpinu. Líkti hann Landsbankanum við tyrkneskan banka og sagði áreiðanleika hans engan.

Bert Heemskerk, bankastjóri Rabobank, sagði þetta í þættinum Nova/Den Haag vandaag í hollenska ríkissjónvarpinu í kvöld. Hann sagði að almenningur væri að kaupa köttinn í sekknum með því að skipta við bankann og að innlánsvextir Landsbankans gætu aldrei verið svona háir til frambúðar.

Þá líkti hann bankanum við tyrkneskan banka og dró trúverðugleika hans í efa.

Viðtalið má lesa á hollensku hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×