Viðskipti innlent

Innovit og Fulltingi gera samstarfssamning

Innovit - nýsköpunar‐ og frumkvöðlasetur hefur undirritað samstarfssamning við Fulltingi - lögfræðiþjónustu, sem tryggja mun aðgengi frumkvöðla og sprotafyrirtækja að lögfræðiþjónustu hjá lögmönnum stofunnar.

Markmið samstarfssamningsins er að hlúa enn betur að skjólstæðingum Innovit, sem þegar býður upp á sérhæfða ráðgjöf og fræðslu um stofnun og rekstur sprotafyrirtækja, enda er brýnt að frá upphafi sé hugað að hönnunar‐ og einkaleyfavernd og rekstrarfyrirkomulagi svo dæmi séu tekin. Fulltingi - lögfræðiþjónusta mun bjóða skjólstæðingum Innovit sérkjör á þjónustu sinni og styðja með því við þá gróskumiklu nýsköpun sem nauðsynleg er til áframhaldandi uppbyggingar íslensks atvinnulífs.

Fulltingi - lögfræðiþjónusta verður jafnframt meðal bakhjarla og samstarfsaðila Innovit að Gullegginu 2009, árvissri frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema og þeirra sem nýlega hafa lokið námi. Keppnin veitir þátttakendum tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og móta þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×