Viðskipti innlent

Straumur íhugar skráningu í Stokkhólmi og London

Straumur-Burðarás íhugar skráningu bankans í kauphallirnar í Stokkhólmi og London. Þetta kemur fram á vefsíðunni di.se

Samhliða skráningunni í kauphöllina í Stokkhólmi hefur Straumur hug á að auka við hlutabréfasafn sitt í Svíþjóð.

Di.se greinir frá því að viðskipti með hlutabréf Straums hér heima voru stöðvuð í kauphöllinni í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins en að stjórn Straums reikni með að þau komist í gang aftur bráðlega.

Rætt er við Georg Andersen fjölmiðlafulltrúa Straums sem segir að valið á Stokkhólmi og London sé tilkomið þar sem þetta séu stærstu markaðarnir á viðskiptasvæði Straums. Engin ákvörðun liggi þó fyrir.

Georg segir að umsvif Straums í Svíþjóð séu nú umtalsvert minni en fyrir tveimur árum síðan en þeir hafi fullan hug á að auka þau að nýju. Á fjármálamarkaðnum í Svíþjóð ríki stöðugleiki sem og í stjórnmálalífi landsins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×