Erlent

Á fimmta tug særðust í sprengingu á Sri Lanka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Á fimmta tug manna særðist þegar sprengja sprakk í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í dag. Líklegt þykir að Tígrarnir, skæruliðar Tamíla á Sri Lanka, hafi staðið að baki ódæðinu en sprengjan sprakk við fjölfarna götu í miðborginni.

Töluvert hefur hitnað í kolunum í borgarastyrjöldinni í Sri Lanka undanfarinn mánuð en embættismenn hafa sett sér þá stefnu að uppreisnarmenn Tamíla verði yfirbugaðir fyrir áramót. Rúmlega 70.000 manns hafa týnt lífi í átökunum sem staðið hafa linnulítið síðan 1983.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×