Miðborgin okkar Oddný Sturludóttir skrifar 9. apríl 2008 06:00 Öryggistilfinning er margslungið fyrirbæri. Kannanir sýna að íbúar upplifa sig óörugga á svæðum sem þeir þekkja lítið. Það hljómar nokkuð rökrétt og því er eðlilegt að þeir sem búa fjærst miðborginni upplifi öryggisleysi í miðborg Reykjavíkur. Það hefur tekið langan tíma að byggja upp kraftmikla og lifandi miðborg. Ímynd hennar byggir að þó nokkru leyti á umfjöllun um hana, í fjölmiðlum og úr munni þeirra sem hæst eru settir. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera borgarstjóri. Borgarstjóri nær athygli fólks auðveldlega og margir hlustuðu á hann í fréttum í síðustu viku þar sem hann lýsti því yfir að miðborgin væri hættuleg. Þetta sagði borgarstjórinn sem ætti núna að stappa stálinu í fólk, blása í hvetjandi lúðra og snúa vörn í sókn. En í stað þess fælir hann fólk frá, gesti og viðskiptavini. Miðborgin þrífst á því mannlífi sem hefur skapast undanfarin áratug, með menningarstofnunum, menningarviðburðum, með kaffihúsum og krám, með verslunum. Því megum við ekki fórna með gáleysislegum yfirlýsingum. Ásýnd miðborgarinnar er ekki góð um þessar mundir, um það deilir enginn. Átak gegn veggjakroti með fegrun og hreinsun og samstillt átak í skipulagsmálum eru ákaflega mikilvægir þræðir í marglitum vefnaði borgarbragsins. Virðing borgaranna og vellíðan helst í hendur við þá þræði. Eitt af verkefnum borgaryfirvalda er að hafa úrræði fyrir fíkla og utangarðsmenn, í samstarfi við velferðar- og heilbrigðisyfirvöld sem og lögreglu. Áherslan ætti að vera á sýnilega löggæslu, vandaða stjórnsýslu og að virða kraft, töfra og sérstöðu miðborgarinnar. Það var ábyrgðarlaust af borgarstjóra að lýsa því yfir að miðborgin væri hættuleg, það er vafasöm alhæfing. Borgarstjórinn á ekki að tala miðborgina okkar niður. Það er mikil hætta fólgin í því. Í kvöld ætlar Samfylkingin að blása til opinnar hugmyndasmiðju um miðborgina á Hallveigarstíg 1 með þátttöku íbúa, verslunareigenda, listafólks og annarra áhugasamra um mannlíf, menningu - hreina, fallega og örugga miðborg. Borgarstjóri er hjartanlega velkominn. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggistilfinning er margslungið fyrirbæri. Kannanir sýna að íbúar upplifa sig óörugga á svæðum sem þeir þekkja lítið. Það hljómar nokkuð rökrétt og því er eðlilegt að þeir sem búa fjærst miðborginni upplifi öryggisleysi í miðborg Reykjavíkur. Það hefur tekið langan tíma að byggja upp kraftmikla og lifandi miðborg. Ímynd hennar byggir að þó nokkru leyti á umfjöllun um hana, í fjölmiðlum og úr munni þeirra sem hæst eru settir. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera borgarstjóri. Borgarstjóri nær athygli fólks auðveldlega og margir hlustuðu á hann í fréttum í síðustu viku þar sem hann lýsti því yfir að miðborgin væri hættuleg. Þetta sagði borgarstjórinn sem ætti núna að stappa stálinu í fólk, blása í hvetjandi lúðra og snúa vörn í sókn. En í stað þess fælir hann fólk frá, gesti og viðskiptavini. Miðborgin þrífst á því mannlífi sem hefur skapast undanfarin áratug, með menningarstofnunum, menningarviðburðum, með kaffihúsum og krám, með verslunum. Því megum við ekki fórna með gáleysislegum yfirlýsingum. Ásýnd miðborgarinnar er ekki góð um þessar mundir, um það deilir enginn. Átak gegn veggjakroti með fegrun og hreinsun og samstillt átak í skipulagsmálum eru ákaflega mikilvægir þræðir í marglitum vefnaði borgarbragsins. Virðing borgaranna og vellíðan helst í hendur við þá þræði. Eitt af verkefnum borgaryfirvalda er að hafa úrræði fyrir fíkla og utangarðsmenn, í samstarfi við velferðar- og heilbrigðisyfirvöld sem og lögreglu. Áherslan ætti að vera á sýnilega löggæslu, vandaða stjórnsýslu og að virða kraft, töfra og sérstöðu miðborgarinnar. Það var ábyrgðarlaust af borgarstjóra að lýsa því yfir að miðborgin væri hættuleg, það er vafasöm alhæfing. Borgarstjórinn á ekki að tala miðborgina okkar niður. Það er mikil hætta fólgin í því. Í kvöld ætlar Samfylkingin að blása til opinnar hugmyndasmiðju um miðborgina á Hallveigarstíg 1 með þátttöku íbúa, verslunareigenda, listafólks og annarra áhugasamra um mannlíf, menningu - hreina, fallega og örugga miðborg. Borgarstjóri er hjartanlega velkominn. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar