Miðborgin okkar Oddný Sturludóttir skrifar 9. apríl 2008 06:00 Öryggistilfinning er margslungið fyrirbæri. Kannanir sýna að íbúar upplifa sig óörugga á svæðum sem þeir þekkja lítið. Það hljómar nokkuð rökrétt og því er eðlilegt að þeir sem búa fjærst miðborginni upplifi öryggisleysi í miðborg Reykjavíkur. Það hefur tekið langan tíma að byggja upp kraftmikla og lifandi miðborg. Ímynd hennar byggir að þó nokkru leyti á umfjöllun um hana, í fjölmiðlum og úr munni þeirra sem hæst eru settir. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera borgarstjóri. Borgarstjóri nær athygli fólks auðveldlega og margir hlustuðu á hann í fréttum í síðustu viku þar sem hann lýsti því yfir að miðborgin væri hættuleg. Þetta sagði borgarstjórinn sem ætti núna að stappa stálinu í fólk, blása í hvetjandi lúðra og snúa vörn í sókn. En í stað þess fælir hann fólk frá, gesti og viðskiptavini. Miðborgin þrífst á því mannlífi sem hefur skapast undanfarin áratug, með menningarstofnunum, menningarviðburðum, með kaffihúsum og krám, með verslunum. Því megum við ekki fórna með gáleysislegum yfirlýsingum. Ásýnd miðborgarinnar er ekki góð um þessar mundir, um það deilir enginn. Átak gegn veggjakroti með fegrun og hreinsun og samstillt átak í skipulagsmálum eru ákaflega mikilvægir þræðir í marglitum vefnaði borgarbragsins. Virðing borgaranna og vellíðan helst í hendur við þá þræði. Eitt af verkefnum borgaryfirvalda er að hafa úrræði fyrir fíkla og utangarðsmenn, í samstarfi við velferðar- og heilbrigðisyfirvöld sem og lögreglu. Áherslan ætti að vera á sýnilega löggæslu, vandaða stjórnsýslu og að virða kraft, töfra og sérstöðu miðborgarinnar. Það var ábyrgðarlaust af borgarstjóra að lýsa því yfir að miðborgin væri hættuleg, það er vafasöm alhæfing. Borgarstjórinn á ekki að tala miðborgina okkar niður. Það er mikil hætta fólgin í því. Í kvöld ætlar Samfylkingin að blása til opinnar hugmyndasmiðju um miðborgina á Hallveigarstíg 1 með þátttöku íbúa, verslunareigenda, listafólks og annarra áhugasamra um mannlíf, menningu - hreina, fallega og örugga miðborg. Borgarstjóri er hjartanlega velkominn. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Öryggistilfinning er margslungið fyrirbæri. Kannanir sýna að íbúar upplifa sig óörugga á svæðum sem þeir þekkja lítið. Það hljómar nokkuð rökrétt og því er eðlilegt að þeir sem búa fjærst miðborginni upplifi öryggisleysi í miðborg Reykjavíkur. Það hefur tekið langan tíma að byggja upp kraftmikla og lifandi miðborg. Ímynd hennar byggir að þó nokkru leyti á umfjöllun um hana, í fjölmiðlum og úr munni þeirra sem hæst eru settir. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera borgarstjóri. Borgarstjóri nær athygli fólks auðveldlega og margir hlustuðu á hann í fréttum í síðustu viku þar sem hann lýsti því yfir að miðborgin væri hættuleg. Þetta sagði borgarstjórinn sem ætti núna að stappa stálinu í fólk, blása í hvetjandi lúðra og snúa vörn í sókn. En í stað þess fælir hann fólk frá, gesti og viðskiptavini. Miðborgin þrífst á því mannlífi sem hefur skapast undanfarin áratug, með menningarstofnunum, menningarviðburðum, með kaffihúsum og krám, með verslunum. Því megum við ekki fórna með gáleysislegum yfirlýsingum. Ásýnd miðborgarinnar er ekki góð um þessar mundir, um það deilir enginn. Átak gegn veggjakroti með fegrun og hreinsun og samstillt átak í skipulagsmálum eru ákaflega mikilvægir þræðir í marglitum vefnaði borgarbragsins. Virðing borgaranna og vellíðan helst í hendur við þá þræði. Eitt af verkefnum borgaryfirvalda er að hafa úrræði fyrir fíkla og utangarðsmenn, í samstarfi við velferðar- og heilbrigðisyfirvöld sem og lögreglu. Áherslan ætti að vera á sýnilega löggæslu, vandaða stjórnsýslu og að virða kraft, töfra og sérstöðu miðborgarinnar. Það var ábyrgðarlaust af borgarstjóra að lýsa því yfir að miðborgin væri hættuleg, það er vafasöm alhæfing. Borgarstjórinn á ekki að tala miðborgina okkar niður. Það er mikil hætta fólgin í því. Í kvöld ætlar Samfylkingin að blása til opinnar hugmyndasmiðju um miðborgina á Hallveigarstíg 1 með þátttöku íbúa, verslunareigenda, listafólks og annarra áhugasamra um mannlíf, menningu - hreina, fallega og örugga miðborg. Borgarstjóri er hjartanlega velkominn. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar