Porsche setur vogunarsjóði á hausinn með VW fléttu sinni 29. október 2008 16:24 Sportbílaframleiðandinn Porsche setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn með einni stærstu skortsölufléttu sögunnar. Til þessa notaði Porsche eignarhlut sinn í Volkswagen. Talið er að vogunarsjóðirnir sem gengu í "gildru" Porsche hafi tapað allt að 20 milljörðum dollara, eða 2.300 milljörðum kr. og því ljóst að margir þeirra munu ekki lifa tapið af. Fjallað er um málið í breska blaðinu Independent. Skortsölufléttan var í stuttu máli þannig að undanfarna mánuði hefur Porsche, yfirvegað og leynilega, byggt upp hlut sinn í VW þannig að um helgina átti félagið orðið 74% hlutafjár. Um áramótin síðustu var hlutur Porsche hinsvegar aðeins 35%. Á sama tíma og þetta var að gerast öllum að óvörum byrjuðu hlutabréf í VW að falla í verði og var hinni almennu fjármálakreppu kennt um. Vogunarsjóðir voru fljótir að sjá skyndigróða í falli bréfa VW og tóku stórar skortsölur í bréfunum þar sem þeir töldu að þau myndu halda áfram að falla. Um helgina tilkynnti Porsche svo opinberlega að það ætti orðið 74% í VW. Við þau tíðindi ruku hlutabréfin upp um 400% á tveimur dögum. Hagnaður Porsche var gríðarlegur og tap vogunnarsjóðanna að sama skapi mikið því þau neyddust umvörpum til að flýja úr skortstöðum sínum áður en ástandið yrði enn verra fyrir þá. Leynileg kaup Porsche á þessum mikla hlut í VW hafa vakið grunsemdir en sagan segir að þýska fjármálaeftirlitið hafa engan áhuga á að rannsaka hlut Porsche í þeim. Hinsvegar er eftirlitið að rannsaka kaup og sölur með hlutabréfin til að fá úr þvi skorið hvort um samræmdar aðgerðir vogunarsjóðanna hafi verið að ræða til að lækka hlutabréfin í VW. Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sportbílaframleiðandinn Porsche setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn með einni stærstu skortsölufléttu sögunnar. Til þessa notaði Porsche eignarhlut sinn í Volkswagen. Talið er að vogunarsjóðirnir sem gengu í "gildru" Porsche hafi tapað allt að 20 milljörðum dollara, eða 2.300 milljörðum kr. og því ljóst að margir þeirra munu ekki lifa tapið af. Fjallað er um málið í breska blaðinu Independent. Skortsölufléttan var í stuttu máli þannig að undanfarna mánuði hefur Porsche, yfirvegað og leynilega, byggt upp hlut sinn í VW þannig að um helgina átti félagið orðið 74% hlutafjár. Um áramótin síðustu var hlutur Porsche hinsvegar aðeins 35%. Á sama tíma og þetta var að gerast öllum að óvörum byrjuðu hlutabréf í VW að falla í verði og var hinni almennu fjármálakreppu kennt um. Vogunarsjóðir voru fljótir að sjá skyndigróða í falli bréfa VW og tóku stórar skortsölur í bréfunum þar sem þeir töldu að þau myndu halda áfram að falla. Um helgina tilkynnti Porsche svo opinberlega að það ætti orðið 74% í VW. Við þau tíðindi ruku hlutabréfin upp um 400% á tveimur dögum. Hagnaður Porsche var gríðarlegur og tap vogunnarsjóðanna að sama skapi mikið því þau neyddust umvörpum til að flýja úr skortstöðum sínum áður en ástandið yrði enn verra fyrir þá. Leynileg kaup Porsche á þessum mikla hlut í VW hafa vakið grunsemdir en sagan segir að þýska fjármálaeftirlitið hafa engan áhuga á að rannsaka hlut Porsche í þeim. Hinsvegar er eftirlitið að rannsaka kaup og sölur með hlutabréfin til að fá úr þvi skorið hvort um samræmdar aðgerðir vogunarsjóðanna hafi verið að ræða til að lækka hlutabréfin í VW.
Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira