Bændasamtökin grunuð um að starfa fyrir bændur Ögmundur Jónasson skrifar 1. apríl 2008 00:01 Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar