Innlent

Skortur á bílum til útflutnings

Höfðahöll
Höfðahöll

Svo vel hefur gengið að selja bíla á Evrópumarkað að Höfðahöllin og Diesel.is hyggjast ráðast í sérstakt markaðsátak til að fá fleiri bíla á skrá hjá sér. Hlynur Gylfason, hjá Höfðahöllinni, segir að bílarnir séu fluttir til Þýskalands en séu síðan seldir um alla Evrópu. Hann segir fyrirtækið þurfa fleiri bíla á skrá.

„Já í rauninni, því þótt við séum með marga bíla á skrá þá þurfum við meira úrval af flottum og dýrum bílum. Af því að þessi markaður er bara svo ofboðslega stór," segir Hlynur. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að flytja fleiri þúsund bíla úr landi. Með veikingu krónunnar fáist sífellt betra verð fyrir bílana og bindur hann miklar vonir við að lög fjármálaráðherra um endurgreiðslu á vörugjöldum hafi jákvæð áhrif.

Hlynur segir að Höfðahöllin og Díesel.is hafi verið að flytja út bíla í hartnær tvo mánuði. „Þá byrjuðum við á því að selja ótollafgreidda bíla sem við áttum sjálfir á hafnarbakkanum og það gekk vonum framar. Út frá því fórum við að auglýsa fleiri bíla og gengið veikist og veikist þannig að við fáum ennþá fleiri krónur," segir Hlynur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×