Gæðastýring, landnotkun og sauðfé Sigurður Eyþórsson skrifar 13. mars 2008 06:30 Sauðkindin hefur verið hluti af lífi íslensku þjóðarinnar allt frá því að land byggðist en segja má að ræktun hennar hafi tekið hvað mestum breytingum á síðustu árum. Búum í sauðfjárrækt hefur fækkað og þau stækkað nokkuð. Þau eru nú rúmlega 1.800, en þá eru talin bæði þau sem stunda sauðfjárrækt eingöngu og þar sem hún er stunduð með öðrum búgreinum. Fé hefur jafnframt fækkað og vetrarfóðraðar kindur eru nú 455 þúsund. Framleiðsla á kindakjöti hefur þó haldist að mestu óbreytt þar sem afurðir eftir hverja kind hafa aukist á móti. Jafnframt hafa gæði afurðanna aukist gríðarlega á skömmum tíma en hlutfall lambakjöts sem lendir í tveimur efstu gæðaflokkum þess hefur fimmfaldast frá 1999 og er nú tæpur fjórðungur. Árið 2003 hófst gæðastýring í sauðfjárrækt. Í henni felst að þeir sem taka þátt í henni vinna eftir ákveðnum aðferðum við framleiðsluna. Í þeim felast meðal annars kröfur um aðbúnað og umhverfi sauðfjár, skýrsluhald, jarðrækt, fóðrun, heilsufar, lyfjanotkun, afurðir, landnýtingu og fleira. 71% sauðfjárbænda hefur nú fengið framleiðslu sína samþykkta sem gæðastýrða og sú tala fer sífellt hækkandi. Þessi 71% af búunum standa þó fyrir 85% af framleiðslunni. Þau bú sem ekki eru með eru því flest í minna lagi. Þeir sem taka þátt í gæðastýringu þurfa að halda viðurkenndar skýrslur um sinn fjárstofn og afurðir hans, skrá alla fóðuröflun, notkun á tilbúnum áburði og lyfjum. Að auki þurfa þeir, eins og allir aðrir sauðfjárbændur, að einstaklingsmerkja allan sinn bústofn þannig að hver gripur er rekjanlegur. Allir sauðfjárbændur þurfa jafnframt að tryggja fénu góðan aðbúnað skv. sérstakri reglugerð þar um. Stærsti þátturinn í gæðastýringunni eru þó reglur um landnýtingu. Í reglugerð eru settar ákveðnar reglur um landnotkun þannig að ekki er heimilt að nýta land til sauðfjárræktar nema landið þoli það skv. mati viðurkenndra fagaðila. Landgræðslan hefur hingað til séð um að meta það hjá bændum hvort landið þolir þá beit sem áætluð er. Þetta gildir bæði um þau lönd sem bændur eiga eða ráða sjálfir og líka um sameiginleg lönd eins og afrétti. Sé landið ekki í nægilega góðu ástandi verður að gera tímasetta og skilgreinda landbótaáætlun um úrbætur. Á fræðaþingi landbúnaðarins í febrúar sl. fjallaði Gústav Ásbjörnsson hjá Landgræðslunni um stöðu þessara mála. Þar kom fram að 90% þátttakenda í gæðastýringu í sauðfjárrækt stóðust mat Landgræðslunnar á landnotkun án athugasemda. 9,7% í viðbót höfðu gert landbótaáætlun en 0,3% stóðust ekki kröfurnar. Mikið starf er unnið skv. landbótaáætlununum. Sem dæmi má nefna kom fram í máli Gústavs að sumarið 2007 unnu framleiðendur með gildandi landbótaáætlanir að uppgræðslu um 4000 hektara lands. Fyrir utan þetta starfrækir Landgræðslan verkefnið „Bændur græða landið" þar sem 650 bændur um land allt vinna að uppgræðslu í samstarfi við stofnunina. Áætlað er að þessi hópur bænda hafi unnið að uppgræðslu á rúmlega 6000 ha lands á árinu 2006. Í fréttabréfi Landgræðslunnar um verkefnið árið 2007 segir m.a.: „Bændur hafa verið einstaklega samvinnufúsir, tekið vel á móti starfsmönnum og sýnt verkinu áhuga og skilning." Sauðfjárbændur leggja því mikla áherslu á ábyrga nýtingu lands í samstarfi við fagaðila á þessu sviði enda er landið sameiginleg auðlind okkar allra. Hver kynslóð bænda og í raun landsmanna allra þarf að skila því til næstu kynslóðar í betra ástandi en hún tók við því. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sauðkindin hefur verið hluti af lífi íslensku þjóðarinnar allt frá því að land byggðist en segja má að ræktun hennar hafi tekið hvað mestum breytingum á síðustu árum. Búum í sauðfjárrækt hefur fækkað og þau stækkað nokkuð. Þau eru nú rúmlega 1.800, en þá eru talin bæði þau sem stunda sauðfjárrækt eingöngu og þar sem hún er stunduð með öðrum búgreinum. Fé hefur jafnframt fækkað og vetrarfóðraðar kindur eru nú 455 þúsund. Framleiðsla á kindakjöti hefur þó haldist að mestu óbreytt þar sem afurðir eftir hverja kind hafa aukist á móti. Jafnframt hafa gæði afurðanna aukist gríðarlega á skömmum tíma en hlutfall lambakjöts sem lendir í tveimur efstu gæðaflokkum þess hefur fimmfaldast frá 1999 og er nú tæpur fjórðungur. Árið 2003 hófst gæðastýring í sauðfjárrækt. Í henni felst að þeir sem taka þátt í henni vinna eftir ákveðnum aðferðum við framleiðsluna. Í þeim felast meðal annars kröfur um aðbúnað og umhverfi sauðfjár, skýrsluhald, jarðrækt, fóðrun, heilsufar, lyfjanotkun, afurðir, landnýtingu og fleira. 71% sauðfjárbænda hefur nú fengið framleiðslu sína samþykkta sem gæðastýrða og sú tala fer sífellt hækkandi. Þessi 71% af búunum standa þó fyrir 85% af framleiðslunni. Þau bú sem ekki eru með eru því flest í minna lagi. Þeir sem taka þátt í gæðastýringu þurfa að halda viðurkenndar skýrslur um sinn fjárstofn og afurðir hans, skrá alla fóðuröflun, notkun á tilbúnum áburði og lyfjum. Að auki þurfa þeir, eins og allir aðrir sauðfjárbændur, að einstaklingsmerkja allan sinn bústofn þannig að hver gripur er rekjanlegur. Allir sauðfjárbændur þurfa jafnframt að tryggja fénu góðan aðbúnað skv. sérstakri reglugerð þar um. Stærsti þátturinn í gæðastýringunni eru þó reglur um landnýtingu. Í reglugerð eru settar ákveðnar reglur um landnotkun þannig að ekki er heimilt að nýta land til sauðfjárræktar nema landið þoli það skv. mati viðurkenndra fagaðila. Landgræðslan hefur hingað til séð um að meta það hjá bændum hvort landið þolir þá beit sem áætluð er. Þetta gildir bæði um þau lönd sem bændur eiga eða ráða sjálfir og líka um sameiginleg lönd eins og afrétti. Sé landið ekki í nægilega góðu ástandi verður að gera tímasetta og skilgreinda landbótaáætlun um úrbætur. Á fræðaþingi landbúnaðarins í febrúar sl. fjallaði Gústav Ásbjörnsson hjá Landgræðslunni um stöðu þessara mála. Þar kom fram að 90% þátttakenda í gæðastýringu í sauðfjárrækt stóðust mat Landgræðslunnar á landnotkun án athugasemda. 9,7% í viðbót höfðu gert landbótaáætlun en 0,3% stóðust ekki kröfurnar. Mikið starf er unnið skv. landbótaáætlununum. Sem dæmi má nefna kom fram í máli Gústavs að sumarið 2007 unnu framleiðendur með gildandi landbótaáætlanir að uppgræðslu um 4000 hektara lands. Fyrir utan þetta starfrækir Landgræðslan verkefnið „Bændur græða landið" þar sem 650 bændur um land allt vinna að uppgræðslu í samstarfi við stofnunina. Áætlað er að þessi hópur bænda hafi unnið að uppgræðslu á rúmlega 6000 ha lands á árinu 2006. Í fréttabréfi Landgræðslunnar um verkefnið árið 2007 segir m.a.: „Bændur hafa verið einstaklega samvinnufúsir, tekið vel á móti starfsmönnum og sýnt verkinu áhuga og skilning." Sauðfjárbændur leggja því mikla áherslu á ábyrga nýtingu lands í samstarfi við fagaðila á þessu sviði enda er landið sameiginleg auðlind okkar allra. Hver kynslóð bænda og í raun landsmanna allra þarf að skila því til næstu kynslóðar í betra ástandi en hún tók við því. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar