Lýðræði er dónalegt Haukur Már Helgason skrifar 13. mars 2008 03:00 Kristján Kristinsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi Landsvirkjunar við Kárahnjúka, skrifaði í Fréttablaðið 8. mars og lét að því liggja að ég hefði ýjað að því að Impregilo, stærsti verktakinn á Kárahnjúkum, ætti einhvern þátt í andláti fimm manna sem létust við störf þar. Slíkt hvarflaði ekki að mér og stendur heldur ekki skrifað í greinina sem hann Kristján var að svara. Það vorum við öll sem ákváðum að efnahagslegur ábati virkjunarinnar væri þess virði sem til yrði kostað án þess að það væri allt fyllilega fyrirsjáanlegt. Eins og Kristján orðar það sjálfur í skýrslu á vef Landsvirkjunar frá 2005: „Allir eru af vilja gerðir til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka slasist við vinnu sína. Aðstæður þarna eru hins vegar þannig að óumflýjanlegt er að einhver óhöpp og slys eigi sér stað þrátt fyrir markvissar og öflugar forvarnir." Þetta mátti öllum vera ljóst og þess vegna eru ávirðingar Kristjáns smekklausar, svo ég noti orðfæri hans sjálfs. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, gerðist hins vegar svo ónærgætinn að ýja að því, í góðu gríni við fjölmiðlafólk, að veikindi tuga erlendra starfsmanna við framkvæmdirnar á Kárahnjúkum væru helst óþrifnaði starfsmannanna að kenna. Slík ummæli þættu réttlæta viðurnefnið „rasisti" í ýmsum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rasisti er dónalegt viðurnefni og í því felst dómur, en í því felst líka greining. Ég nefndi að mér þætti „stéttahyggja" eða „stéttafordómar" frekar lýsandi í þessu tilfelli en rasismi. Báðir þættir spila þó inn í, enda hefur fulltrúi íslenskrar útgerðar trúlega aldrei látið viðlíka ummæli falla um íslenska sjómenn, hvað þá á mannskaðavertíð. Nú hefur héraðsdómur dæmt mann til býsna hárrar fjársektar fyrir að nefna þetta. Það vill vera svo að gagnrýni á ástand samfélags er liðin svo fremi sem fjallað er almennt um ástandið en einstök dæmi ekki tínd til, einstakir menn ekki nefndir. Að nefna einstök dæmi felur líka í sér dónaskap - en án einstöku dæmanna finnur gagnrýni heldur enga viðspyrnu. Hér á landi var, fram á níunda áratuginn, farið eftir svo strangri meiðyrðalöggjöf að ritstjórar vinstri dagblaðanna gátu sig varla hrært án þess að vera kærðir - enda var þá bannað, með lögum, að láta „óviðurkvæmileg" orð falla um opinbera embættismenn, eins þó að þau væru sönn og sannanleg. Þau mál breyttust öll nokkuð eftir að Sigmund var dæmdur fyrir skopmynd sem hann teiknaði og Morgunblaðið birti. Síðan lögðu vinstri blöðin sig niður. Nú hjúfrar nýtt valdaskipulag býsna þægilega um sig á Íslandi. Það mun, vitaskuld, verja hagsmuni sína af hörku og leikni. En það er misskilningur að fyrirtæki séu svo einráð á landinu að fulltrúar þeirra geti í slagtogi við dómstóla stöðvað lýðræðislega umræðu með því að banna beitingu á lykilhugtökum pólitískrar gagnrýni. Það má vera reiður og það má vera ókurteis. Þetta sem er nú uppnefnt dónaskapur er hjarta lýðræðisins. Allir vita hvað hjörtu gera.Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján Kristinsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi Landsvirkjunar við Kárahnjúka, skrifaði í Fréttablaðið 8. mars og lét að því liggja að ég hefði ýjað að því að Impregilo, stærsti verktakinn á Kárahnjúkum, ætti einhvern þátt í andláti fimm manna sem létust við störf þar. Slíkt hvarflaði ekki að mér og stendur heldur ekki skrifað í greinina sem hann Kristján var að svara. Það vorum við öll sem ákváðum að efnahagslegur ábati virkjunarinnar væri þess virði sem til yrði kostað án þess að það væri allt fyllilega fyrirsjáanlegt. Eins og Kristján orðar það sjálfur í skýrslu á vef Landsvirkjunar frá 2005: „Allir eru af vilja gerðir til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka slasist við vinnu sína. Aðstæður þarna eru hins vegar þannig að óumflýjanlegt er að einhver óhöpp og slys eigi sér stað þrátt fyrir markvissar og öflugar forvarnir." Þetta mátti öllum vera ljóst og þess vegna eru ávirðingar Kristjáns smekklausar, svo ég noti orðfæri hans sjálfs. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, gerðist hins vegar svo ónærgætinn að ýja að því, í góðu gríni við fjölmiðlafólk, að veikindi tuga erlendra starfsmanna við framkvæmdirnar á Kárahnjúkum væru helst óþrifnaði starfsmannanna að kenna. Slík ummæli þættu réttlæta viðurnefnið „rasisti" í ýmsum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rasisti er dónalegt viðurnefni og í því felst dómur, en í því felst líka greining. Ég nefndi að mér þætti „stéttahyggja" eða „stéttafordómar" frekar lýsandi í þessu tilfelli en rasismi. Báðir þættir spila þó inn í, enda hefur fulltrúi íslenskrar útgerðar trúlega aldrei látið viðlíka ummæli falla um íslenska sjómenn, hvað þá á mannskaðavertíð. Nú hefur héraðsdómur dæmt mann til býsna hárrar fjársektar fyrir að nefna þetta. Það vill vera svo að gagnrýni á ástand samfélags er liðin svo fremi sem fjallað er almennt um ástandið en einstök dæmi ekki tínd til, einstakir menn ekki nefndir. Að nefna einstök dæmi felur líka í sér dónaskap - en án einstöku dæmanna finnur gagnrýni heldur enga viðspyrnu. Hér á landi var, fram á níunda áratuginn, farið eftir svo strangri meiðyrðalöggjöf að ritstjórar vinstri dagblaðanna gátu sig varla hrært án þess að vera kærðir - enda var þá bannað, með lögum, að láta „óviðurkvæmileg" orð falla um opinbera embættismenn, eins þó að þau væru sönn og sannanleg. Þau mál breyttust öll nokkuð eftir að Sigmund var dæmdur fyrir skopmynd sem hann teiknaði og Morgunblaðið birti. Síðan lögðu vinstri blöðin sig niður. Nú hjúfrar nýtt valdaskipulag býsna þægilega um sig á Íslandi. Það mun, vitaskuld, verja hagsmuni sína af hörku og leikni. En það er misskilningur að fyrirtæki séu svo einráð á landinu að fulltrúar þeirra geti í slagtogi við dómstóla stöðvað lýðræðislega umræðu með því að banna beitingu á lykilhugtökum pólitískrar gagnrýni. Það má vera reiður og það má vera ókurteis. Þetta sem er nú uppnefnt dónaskapur er hjarta lýðræðisins. Allir vita hvað hjörtu gera.Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar