Lýðræði er dónalegt Haukur Már Helgason skrifar 13. mars 2008 03:00 Kristján Kristinsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi Landsvirkjunar við Kárahnjúka, skrifaði í Fréttablaðið 8. mars og lét að því liggja að ég hefði ýjað að því að Impregilo, stærsti verktakinn á Kárahnjúkum, ætti einhvern þátt í andláti fimm manna sem létust við störf þar. Slíkt hvarflaði ekki að mér og stendur heldur ekki skrifað í greinina sem hann Kristján var að svara. Það vorum við öll sem ákváðum að efnahagslegur ábati virkjunarinnar væri þess virði sem til yrði kostað án þess að það væri allt fyllilega fyrirsjáanlegt. Eins og Kristján orðar það sjálfur í skýrslu á vef Landsvirkjunar frá 2005: „Allir eru af vilja gerðir til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka slasist við vinnu sína. Aðstæður þarna eru hins vegar þannig að óumflýjanlegt er að einhver óhöpp og slys eigi sér stað þrátt fyrir markvissar og öflugar forvarnir." Þetta mátti öllum vera ljóst og þess vegna eru ávirðingar Kristjáns smekklausar, svo ég noti orðfæri hans sjálfs. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, gerðist hins vegar svo ónærgætinn að ýja að því, í góðu gríni við fjölmiðlafólk, að veikindi tuga erlendra starfsmanna við framkvæmdirnar á Kárahnjúkum væru helst óþrifnaði starfsmannanna að kenna. Slík ummæli þættu réttlæta viðurnefnið „rasisti" í ýmsum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rasisti er dónalegt viðurnefni og í því felst dómur, en í því felst líka greining. Ég nefndi að mér þætti „stéttahyggja" eða „stéttafordómar" frekar lýsandi í þessu tilfelli en rasismi. Báðir þættir spila þó inn í, enda hefur fulltrúi íslenskrar útgerðar trúlega aldrei látið viðlíka ummæli falla um íslenska sjómenn, hvað þá á mannskaðavertíð. Nú hefur héraðsdómur dæmt mann til býsna hárrar fjársektar fyrir að nefna þetta. Það vill vera svo að gagnrýni á ástand samfélags er liðin svo fremi sem fjallað er almennt um ástandið en einstök dæmi ekki tínd til, einstakir menn ekki nefndir. Að nefna einstök dæmi felur líka í sér dónaskap - en án einstöku dæmanna finnur gagnrýni heldur enga viðspyrnu. Hér á landi var, fram á níunda áratuginn, farið eftir svo strangri meiðyrðalöggjöf að ritstjórar vinstri dagblaðanna gátu sig varla hrært án þess að vera kærðir - enda var þá bannað, með lögum, að láta „óviðurkvæmileg" orð falla um opinbera embættismenn, eins þó að þau væru sönn og sannanleg. Þau mál breyttust öll nokkuð eftir að Sigmund var dæmdur fyrir skopmynd sem hann teiknaði og Morgunblaðið birti. Síðan lögðu vinstri blöðin sig niður. Nú hjúfrar nýtt valdaskipulag býsna þægilega um sig á Íslandi. Það mun, vitaskuld, verja hagsmuni sína af hörku og leikni. En það er misskilningur að fyrirtæki séu svo einráð á landinu að fulltrúar þeirra geti í slagtogi við dómstóla stöðvað lýðræðislega umræðu með því að banna beitingu á lykilhugtökum pólitískrar gagnrýni. Það má vera reiður og það má vera ókurteis. Þetta sem er nú uppnefnt dónaskapur er hjarta lýðræðisins. Allir vita hvað hjörtu gera.Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristján Kristinsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi Landsvirkjunar við Kárahnjúka, skrifaði í Fréttablaðið 8. mars og lét að því liggja að ég hefði ýjað að því að Impregilo, stærsti verktakinn á Kárahnjúkum, ætti einhvern þátt í andláti fimm manna sem létust við störf þar. Slíkt hvarflaði ekki að mér og stendur heldur ekki skrifað í greinina sem hann Kristján var að svara. Það vorum við öll sem ákváðum að efnahagslegur ábati virkjunarinnar væri þess virði sem til yrði kostað án þess að það væri allt fyllilega fyrirsjáanlegt. Eins og Kristján orðar það sjálfur í skýrslu á vef Landsvirkjunar frá 2005: „Allir eru af vilja gerðir til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka slasist við vinnu sína. Aðstæður þarna eru hins vegar þannig að óumflýjanlegt er að einhver óhöpp og slys eigi sér stað þrátt fyrir markvissar og öflugar forvarnir." Þetta mátti öllum vera ljóst og þess vegna eru ávirðingar Kristjáns smekklausar, svo ég noti orðfæri hans sjálfs. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, gerðist hins vegar svo ónærgætinn að ýja að því, í góðu gríni við fjölmiðlafólk, að veikindi tuga erlendra starfsmanna við framkvæmdirnar á Kárahnjúkum væru helst óþrifnaði starfsmannanna að kenna. Slík ummæli þættu réttlæta viðurnefnið „rasisti" í ýmsum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rasisti er dónalegt viðurnefni og í því felst dómur, en í því felst líka greining. Ég nefndi að mér þætti „stéttahyggja" eða „stéttafordómar" frekar lýsandi í þessu tilfelli en rasismi. Báðir þættir spila þó inn í, enda hefur fulltrúi íslenskrar útgerðar trúlega aldrei látið viðlíka ummæli falla um íslenska sjómenn, hvað þá á mannskaðavertíð. Nú hefur héraðsdómur dæmt mann til býsna hárrar fjársektar fyrir að nefna þetta. Það vill vera svo að gagnrýni á ástand samfélags er liðin svo fremi sem fjallað er almennt um ástandið en einstök dæmi ekki tínd til, einstakir menn ekki nefndir. Að nefna einstök dæmi felur líka í sér dónaskap - en án einstöku dæmanna finnur gagnrýni heldur enga viðspyrnu. Hér á landi var, fram á níunda áratuginn, farið eftir svo strangri meiðyrðalöggjöf að ritstjórar vinstri dagblaðanna gátu sig varla hrært án þess að vera kærðir - enda var þá bannað, með lögum, að láta „óviðurkvæmileg" orð falla um opinbera embættismenn, eins þó að þau væru sönn og sannanleg. Þau mál breyttust öll nokkuð eftir að Sigmund var dæmdur fyrir skopmynd sem hann teiknaði og Morgunblaðið birti. Síðan lögðu vinstri blöðin sig niður. Nú hjúfrar nýtt valdaskipulag býsna þægilega um sig á Íslandi. Það mun, vitaskuld, verja hagsmuni sína af hörku og leikni. En það er misskilningur að fyrirtæki séu svo einráð á landinu að fulltrúar þeirra geti í slagtogi við dómstóla stöðvað lýðræðislega umræðu með því að banna beitingu á lykilhugtökum pólitískrar gagnrýni. Það má vera reiður og það má vera ókurteis. Þetta sem er nú uppnefnt dónaskapur er hjarta lýðræðisins. Allir vita hvað hjörtu gera.Höfundur er heimspekingur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun