Hagsmunamat vegna ESB Helgi Magnússon skrifar 12. mars 2008 07:00 Svo virðist sem einhverjir hafi misskilið tillögur Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í síðustu viku og telji að þau vilji aðild að ESB án frekari málalenginga. Það er rangt. Vinna þarf á mörgum vígstöðvum samtímis: 1. Taka verður á núverandi vanda í efnahags- og atvinnumálum. Vöxtum verður að ná niður, tryggja stöðugt verðlag og takast á við versnandi stöðu og kjör þjóðarinnar. Við eigum að setja okkur að uppfylla á næstu misserum svokölluð Maastricht-skilyrði ESB um efnahagslegan stöðugleika. 2. Til þess að geta gengið í ESB verður að breyta stjórnarskránni. 3. Skilgreina verður samningsmarkmið með hliðsjón af heildarhagsmunum. Við sækjumst að sjálfsögðu ekki eftir aðild nema við séum sannfærð um að hún hafi ávinning í för með sér og verði atvinnu- og þjóðlífi til framdráttar. Menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra sögðu fyrir helgi að hagsmunamat væri fyrsta skref til upplýstrar ákvörðunar. Við erum algjörlega sammála. 4. Þegar hagsmunamat og samningsmarkmið liggja fyrir er fyrst tímabært að sækja um aðild og ganga til samninga við ESB. Margt bendir til þess að umsókn Íslendinga yrði vel tekið vegna þess mikla samstarfs sem við eigum þegar við ESB með EES-samningnum og því ættu samningar að nást á skömmum tíma. 5. Að gerðum samningi þarf að kynna hann og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. 6. Eftir tveggja ára aðild að ESB kemur fyrst til greina að við getum tekið upp evru að því gefnu að fyrrgreind Maastricht-skilyrði séu uppfyllt. Þetta er margra ára ferli vandaðrar vinnu. Það er óviðunandi að málinu sé sífellt frestað vegna þess að það taki svo langan tíma að leiða það til lykta og aldrei sé rétti tíminn til að fjalla um það. Við komumst aldrei á leiðarenda ef við leggjum ekki af stað. Sóum því ekki frekari tíma. Felum Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hagsmunamat og skilgreiningu samningsmarkmiða. Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem einhverjir hafi misskilið tillögur Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í síðustu viku og telji að þau vilji aðild að ESB án frekari málalenginga. Það er rangt. Vinna þarf á mörgum vígstöðvum samtímis: 1. Taka verður á núverandi vanda í efnahags- og atvinnumálum. Vöxtum verður að ná niður, tryggja stöðugt verðlag og takast á við versnandi stöðu og kjör þjóðarinnar. Við eigum að setja okkur að uppfylla á næstu misserum svokölluð Maastricht-skilyrði ESB um efnahagslegan stöðugleika. 2. Til þess að geta gengið í ESB verður að breyta stjórnarskránni. 3. Skilgreina verður samningsmarkmið með hliðsjón af heildarhagsmunum. Við sækjumst að sjálfsögðu ekki eftir aðild nema við séum sannfærð um að hún hafi ávinning í för með sér og verði atvinnu- og þjóðlífi til framdráttar. Menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra sögðu fyrir helgi að hagsmunamat væri fyrsta skref til upplýstrar ákvörðunar. Við erum algjörlega sammála. 4. Þegar hagsmunamat og samningsmarkmið liggja fyrir er fyrst tímabært að sækja um aðild og ganga til samninga við ESB. Margt bendir til þess að umsókn Íslendinga yrði vel tekið vegna þess mikla samstarfs sem við eigum þegar við ESB með EES-samningnum og því ættu samningar að nást á skömmum tíma. 5. Að gerðum samningi þarf að kynna hann og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. 6. Eftir tveggja ára aðild að ESB kemur fyrst til greina að við getum tekið upp evru að því gefnu að fyrrgreind Maastricht-skilyrði séu uppfyllt. Þetta er margra ára ferli vandaðrar vinnu. Það er óviðunandi að málinu sé sífellt frestað vegna þess að það taki svo langan tíma að leiða það til lykta og aldrei sé rétti tíminn til að fjalla um það. Við komumst aldrei á leiðarenda ef við leggjum ekki af stað. Sóum því ekki frekari tíma. Felum Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hagsmunamat og skilgreiningu samningsmarkmiða. Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar