Viðskipti innlent

Hannes fékk 90 milljóna króna starfslokasamning

Hannes Smárason fékk 90 milljónir í starfslokasaming frá FL Group.
Hannes Smárason fékk 90 milljónir í starfslokasaming frá FL Group.

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, fékk 90 milljónir í starfslokasamning og rétt tæpar 50 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem birt var í dag.

Hannes hætti sem forstjóri FL Group í byrjun desember og kemur fram í tilkynningu frá FL Group að starfslokasamningur Hannesar hafi hljóðað upp á 90 milljónir. Það er mun minna en síðasti forstjóri FL Group Ragnhildur Geirsdóttir fékk í sínum starfslokasamningi árið 2005 en sá hljóðaði upp á 130 milljónir.

Jón Sigurðsson, núverandi forstjóri og fyrrverandi aðstoðarforstjóri , fékk 32 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári.

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður þáði 5,8 milljónir fyrir að stýra stjórn FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×