Viðskipti innlent

Stjórnvöld skortir stefnu í gjaldeyris- og peningamálum

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs.
Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs.

Svo virðist sem stefnumótun stjórnvalda í gjaldeyris- og peningamála skorti, eða hún sé ekki í takt við þarfir atvinnulífs og almennings, að sögn Erlendar Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs og forstjóra Exista.

„Stjórnvöld hafa litið framhjá þeim vandamálum sem óhjákvæmilega tengjast sjálfstæðri peningastefnu. Þetta er óheppilegt, því þannig verða þau áhrifalaus um þróun mála. Stöðugleiki í efnahagsmálum og traustur gjaldmiðill er ekki eingöngu hagsmunamál viðskiptalífsins því háir vextir, gengissveiflur og viðvarandi verðbólga koma ekki síður niður á almenningi. Því er það skýlaus krafa bæði viðskiptalífs og almennings, að þessi mál séu rædd opinskátt og af krafti og ákvarðanir teknar af skilvirkni. Með öðrum hætti verður þeirri óvissu sem ríkir í rekstarumhverfi fyrirtækja og efnahagslífi Íslendinga ekki eytt," sagði Erlendur á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×