Innlent

Kynbundinn launamunur 5,7%

Frá mótmælum BHM. Mynd/ Stefán.
Frá mótmælum BHM. Mynd/ Stefán.

Konur í Bandalagi háskólamanna eru að jafnaði með rúmlega 13% lægri heildarlaun en karlar, ef miðað er við fólk sem vinnur fullan vinnudag. Þetta kemur fram í launakönnun sem Gallup gerði fyrir BHM og kynnt var í dag. Meðalheildargreiðslur karla í 70-100% starfshlutfalli voru rúmar 465 þúsund krónur, en meðalheildargreiðslur kvenna í sama starfshlutfalli tæpar 404 þúsund krónur.

Að teknu tilliti til vinnutíma (fjölda vinnustunda á viku), fjölda greiddra yfirvinnutíma, aldurs, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar og rekstrarforms vinnuveitanda minnkaði kynbundinn munur á heildarlaunum í 5,7%. með +/- 2,6% vikmörk. Liggur launamunurinn því á bilinu 3,1% og 8,3%

Úrtakið í könnuninni var 3000 manns og svöruðu 54%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×