Innlent

Mönnum í Esju bjargað giftusamlega

Tveir menn sem lentu í sjálfheldu í Esjunni fyrir skömmu eru komnir niður heilu og höldnu en eru nokkuð kaldir.

„Þeir hringdu sjálfir eftir aðstoð og brugðust þannig hárrétt við í stað þess að ana út í eitthvað sem hefði getað endað verr. Við vorum alltaf í beinu símasambandi við þá," sagði Hjálmar Örn Guðmarsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna. Hann sagðist telja að mennirnir væru ferðamenn en gat þó ekki staðfest það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×