Innlent

Engin hætta á ferðum við Eiríksgötu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Anton

Enginn eldur kom upp þegar lyftumótor í gamla fæðingarheimilinu við Eiríksgötu brann yfir á fjórða tímanum í dag.

Slökkvilið var í upphafi sent frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu en bílum frá Tunguhálsi og Hafnarfirði var snúið við fljótlega eftir að slökkviliðsmenn úr Skógarhlíð komu á vettvang.

Brunavarnarkerfi fór í gang þegar mótorinn brann yfir en engin hætta var á ferð að sögn slökkviliðs þar sem sá litli reykur sem myndaðist liðaðist út um loftræstinguna. Reiknað var með að viðgerð á lyftunni hæfist fljótlega en búast má við að starfsmenn í húsinu þurfi á meðan að nota stigana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×