Innlent

Slökkvilið kallað að gamla fæðingarheimilinu vegna lyftumótors

MYND/Anton

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að gamla fæðingarheimilinu við Eiríksgötu fyrir stundu. Að sögn slökkviliðs mun lyftumótor hafa brunnið yfir en frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu. Bílar voru í upphafi sendir frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu en bílum frá Tunguhálsi og Hafnarfirði hefur verið snúið við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×