Viðskipti innlent

Góður hagnaður af rekstri Fjarðarbyggðar

Góður hagnaður varð af rekstri Fjarðarbyggðar á síðasta ári. Hagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda nam 773,4 milljónum kr..

Í tilkynningu um reksturinn kemur fram að tekjur sveitarfélagsins á árinu 2007 námu 4.042,8 milljónum kr.. Hækkuðu tekjur samstæðu í heild um 6,6% frá fyrra ári. Mest hækkuðu útsvarstekjur eða um 16,6% og aðrar tekjur um 13,3%.

Ljóst er að bygging álvers í Fjarðabyggð og umsvif vegna framkvæmda í sveitarfélaginu höfðu mikil áhrif á tekjumyndun og þá sér í lagi áhrif frá starfsmannaþorp Bechtel á Haga.

Þá lækkuðu framlög Jöfnunarsjóðs um tæp 50% frá fyrra ári, en með hækkandi tekjum sveitarsjóðs lækka framlög jöfnunarsjóðsins umtalsvert.

Rekstrargjöld án afskrifta í samstæðu námu 2.997,7 milljónum kr. Heildar rekstrargjöld í samstæðu hækkuðu um 14,5%. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 17,2% og annar rekstarkostnaður um 14,2%.

Líkt og á árinu 2006 er kostnaður hækkandi vegna tækkandi rekstrareininga og aukinna umsvifa hjá sveitarfélaginu. Þá hækkaði lífeyrisskuldbinding um 114,5 milljónum kr. milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×