Mikilvægt að halda rónni í erfiðu árferði Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. janúar 2008 06:00 Horfur á fjármálamarkaði voru til umræðu á fundi Félags um fjárfestatengsl í gær. Hér sjást Edda Rós Karlsdóttir frá greiningardeild Landsbankans, Ingólfur Bender frá greiningardeild Glitnis, Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, og fundarstjóri, Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild HR. Markaðurinn/ÓKÁ „Ég held að í svona árferði sé mjög mikilvægt að halda ró sinni. Menn þurfa að greina tímabundna erfiðleika frá lengri tíma vandamálum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME). Hann fór yfir stöðu fjármálafyrirtækja hér á fundi sem Félag um fjárfestatengsl hélt í gærmorgun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Jónas segir undirstöðu bankanna almennt vera traustar og afkomu þeirra góða síðustu ár. Jafnvel þótt frá væru dregnar óreglulegar fjármagnstekjur og einungis litið til arðsemi af kjarnastarfsemi þá segir hann bankana fyllilega standast samanburð við norræna banka. „Eiginfjárhlutfall þeirra er mjög sterkt og þeir geta staðist veruleg áföll.“ Flesta bankana segir hann geta bætt við útlánaáhættu því hún sé ágætlega dreifð og markaðsáhættu sé mætt með hærra eiginfjárhlutfalli en gangi og gerist hjá norrænum bönkum. Aukinheldur segir Jónas að lækkun á gengi hlutabréfa bankanna hafi verið í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. En þrátt fyrir að staðan sé almennt traust segir Jónas ýmis verkefni fram undan. „Að mínu viti snúa þau helst að fjármögnun og samþættingu á starfsemi bankanna milli landa.“ Í máli sínu beindi Jónas sjónum helst að stóru bönkunum þremur, enda segir hann þá skipta mestu fyrir fjármálastöðugleikann. „Þeir standast samanburð við norræna banka, bæði hvað varðar hagkvæmni og arðsemi af kjarnastarfsemi. Þannig hefur arður af fjármálastarfsemi að miklu leyti verið viðbót við tekjurnar af kjarnastarfseminni.“ Öðru máli segir hann gegna um sparisjóðina þar sem hagnaður af kjarnastarfsemi hafi ekki verið nægilega mikill og fyrst og fremst borinn uppi af markaðsverðbréfum. „Því má búast við meiri sveiflum í afkomu þeirra en hjá bönkunum.“ Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
„Ég held að í svona árferði sé mjög mikilvægt að halda ró sinni. Menn þurfa að greina tímabundna erfiðleika frá lengri tíma vandamálum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME). Hann fór yfir stöðu fjármálafyrirtækja hér á fundi sem Félag um fjárfestatengsl hélt í gærmorgun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Jónas segir undirstöðu bankanna almennt vera traustar og afkomu þeirra góða síðustu ár. Jafnvel þótt frá væru dregnar óreglulegar fjármagnstekjur og einungis litið til arðsemi af kjarnastarfsemi þá segir hann bankana fyllilega standast samanburð við norræna banka. „Eiginfjárhlutfall þeirra er mjög sterkt og þeir geta staðist veruleg áföll.“ Flesta bankana segir hann geta bætt við útlánaáhættu því hún sé ágætlega dreifð og markaðsáhættu sé mætt með hærra eiginfjárhlutfalli en gangi og gerist hjá norrænum bönkum. Aukinheldur segir Jónas að lækkun á gengi hlutabréfa bankanna hafi verið í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. En þrátt fyrir að staðan sé almennt traust segir Jónas ýmis verkefni fram undan. „Að mínu viti snúa þau helst að fjármögnun og samþættingu á starfsemi bankanna milli landa.“ Í máli sínu beindi Jónas sjónum helst að stóru bönkunum þremur, enda segir hann þá skipta mestu fyrir fjármálastöðugleikann. „Þeir standast samanburð við norræna banka, bæði hvað varðar hagkvæmni og arðsemi af kjarnastarfsemi. Þannig hefur arður af fjármálastarfsemi að miklu leyti verið viðbót við tekjurnar af kjarnastarfseminni.“ Öðru máli segir hann gegna um sparisjóðina þar sem hagnaður af kjarnastarfsemi hafi ekki verið nægilega mikill og fyrst og fremst borinn uppi af markaðsverðbréfum. „Því má búast við meiri sveiflum í afkomu þeirra en hjá bönkunum.“
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira