Viðskipti innlent

Sena kaupir Skífuna

Afþreyingafyrirtækið Sena hefur keypt Skífuna, sem rekur verslanir í Kringlunni, á Laugavegi og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, af Árdegi. Samningur þess efnis var undirritaður í gær.

Sverrir Berg Steinarsson eigandi árdegis segir að salan sé sérstaklega ánægjuleg þar sem nú fari í hönd aðal sölutímabil afþreyingar. Það hafi verið mikilvægt að tryggja framtíð Skífunnar á þessum erfiðu tímum. Salan er gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×