Viðskipti innlent

Fons kaupir Northern Travel Holding af Stoðum

Danska flugfélagið Sterling er meðal þeirra félaga sem eru innan raða Northern Travel Holding.
Danska flugfélagið Sterling er meðal þeirra félaga sem eru innan raða Northern Travel Holding.

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur fest kaup á 35% hlut Stoða, áður FL Group, í flugrekstrarfélaginu Northern Travel Holding. Fons átti fyrir 65% hlut í félaginu. Þessi kaup eru hluti af þeirri fjárfestingu sem Vísir greindi frá fyrir skömmu þar sem Stoðir keyptu ásamt fleiri fjárfestum hlut Fons í Iceland-keðjunni.

Nothern Travel Holding samanstendur af flugfélögunum Sterling, Iceland Express og Astreus og ferðaskrifstofunum Ticket og Hekla Rejser. Þessi kaup Fons hanga saman við þau markmið félagsins að einbeita sér í frekara mæli að flugrekstri.

Að sama skapi markar þessi sala tímamót fyrir Stoðir sem hefur endanlega lokið þátttöku í flugrekstri. Félagið hefur nú á undanförnum árum selt hluti sína í Icelandair, Easy Jet, American Airlines, Finnair og nú síðast Nothern Travel Holding.






Tengdar fréttir

Pálmi selur í Iceland og fleiri félögum - hagnaður upp á 80 milljarða

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt hluti sína í Iceland, Landic Property, Booker, Goldsmith fyrir um 100 milljarða. Heimildir Vísis herma að hagnaður Fons af sölunni á hlutnum í Iceland sé um 75 milljarðar króna og yfir 80 milljarðar af heildarsölunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×