Stofna hollvinasamtök 26. febrúar 2007 06:15 Lára Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi segir stofnunina hafa hjálpað fólki alveg heilmikið. MYND/Heiða Fimmtíu ár eru liðin síðan tvíhliða samningur á milli Íslands og Bandaríkjanna um Fulbright-stofnunina á Íslandi var undirritaður. Af því tilefni var boðað til móttöku í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag. Heiðursgestur var frú Harriet Fulbright, ekkja J. Williams Fulbrights, stofnanda samtakanna, sem er stödd hér á landi í fyrsta sinn. „Það er í rauninni mögnuð starfsemi sem fer fram hjá Fulbright víða um heim. Hvað okkur varðar þá hafa milli 1200 til 1300 manns fengið styrki, bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn, og þetta hefur hjálpað fólki alveg heilmikið,“ segir Lára Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi. Fulbright veitir einnig námsráðgjöf til þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum auk þess sem fræði- og listamenn eiga kost á því að fá styrki í gegnum stofnunina. Á meðal þekktra nemenda sem hafa fengið Fulbright-styrk í gegnum tíðina má nefna Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, Ásdísi Höllu Bragadóttur, Sigríði Snævarr, Sigurjón Sighvatsson og Hannes Hólmstein Gissurarson. „Að fá Fulbright-styrk felst ekki bara í því að fá peninga nánast án allra kvaða heldur er Fulbright líka svo virt. Það hjálpar þér að komast inn í skóla og að fá vinnu seinna meir. Það er afar mikils virði að geta haft þetta á ferilsskránni,“ segir Lára. Til stendur að stofna hollvinasamtök fyrrverandi Fulbright-styrkþega sem eiga að styðja við bakið á stofnuninni og styrkþegunum. Sendar verða út tilkynningar á næstunni til þeirra íslensku styrkþega sem Fulbright hefur upplýsingar um. Lára vill biðja þá sem ekki næst samband við og vilja taka þátt, endilega að hafa samband við Fulbright-stofnunina. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Fimmtíu ár eru liðin síðan tvíhliða samningur á milli Íslands og Bandaríkjanna um Fulbright-stofnunina á Íslandi var undirritaður. Af því tilefni var boðað til móttöku í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag. Heiðursgestur var frú Harriet Fulbright, ekkja J. Williams Fulbrights, stofnanda samtakanna, sem er stödd hér á landi í fyrsta sinn. „Það er í rauninni mögnuð starfsemi sem fer fram hjá Fulbright víða um heim. Hvað okkur varðar þá hafa milli 1200 til 1300 manns fengið styrki, bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn, og þetta hefur hjálpað fólki alveg heilmikið,“ segir Lára Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi. Fulbright veitir einnig námsráðgjöf til þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum auk þess sem fræði- og listamenn eiga kost á því að fá styrki í gegnum stofnunina. Á meðal þekktra nemenda sem hafa fengið Fulbright-styrk í gegnum tíðina má nefna Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, Ásdísi Höllu Bragadóttur, Sigríði Snævarr, Sigurjón Sighvatsson og Hannes Hólmstein Gissurarson. „Að fá Fulbright-styrk felst ekki bara í því að fá peninga nánast án allra kvaða heldur er Fulbright líka svo virt. Það hjálpar þér að komast inn í skóla og að fá vinnu seinna meir. Það er afar mikils virði að geta haft þetta á ferilsskránni,“ segir Lára. Til stendur að stofna hollvinasamtök fyrrverandi Fulbright-styrkþega sem eiga að styðja við bakið á stofnuninni og styrkþegunum. Sendar verða út tilkynningar á næstunni til þeirra íslensku styrkþega sem Fulbright hefur upplýsingar um. Lára vill biðja þá sem ekki næst samband við og vilja taka þátt, endilega að hafa samband við Fulbright-stofnunina.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira