PS3 misvel tekið 24. mars 2007 18:10 Getty Images Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur. Leikjavísir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur.
Leikjavísir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira