PS3 misvel tekið 24. mars 2007 18:10 Getty Images Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur. Leikjavísir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Microsoft-hugbúnaðarrisinn nýtti sér tækifærið til að sýna samkeppni í verki, en þeir reyna að selja fólki Microsoft X-Box 360 í stað PS3. Til að mynda lánuðu þeir fólki sem beið í röðum eftir að komast inn í Virgin-búðina á Oxford Street í London stóla merkta Microsoft til að sitja í og bíða. Það sem veitir PS3 helst forskot á X-Box 360 er að í PS3 er innbyggður Blu-Ray spilari, en til að spila HD-DVD diska á X-Box 360 þarf að kaupa sérstakan aukabúnað. Þá virðist sem Blu-Ray sé að verða ofan á sem arftaki DVD-diska, miðillinn sem gerir það kleyft að gefa út bíómyndir í HD, hágæðaupplausn. Playstation 3 er komin í verslanir hér á landi og hefur selst ágætlega fyrstu dagana. Vélin kostar um 65 þúsund krónur.
Leikjavísir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira