Ný hjáleið í bókhaldi ríkissjóðs 24. mars 2007 12:44 Sundabraut sem var þensluskapandi ríkisframkvæmd fyrir viku, er það ekki lengur, og þar sem ríkissjóður mátti sjá af átta milljörðum fyrir viku á næstu fjórum árum, má nú kosta rúma tuttugu milljarða, segir Þorsteinn Pálsson í leiðara Fréttablaðsins í dag. Með þessu hafi menn fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs. Ákveðið var á fundi stjórnarformanns og forstjóra Faxaflóahafna, oddvita stjórnarflokkanna og samgönguráðherra í gær að setja starfshóp í að meta tilboð Faxaflóahafna í gerð Sundabrautar. Þetta er framkvæmd upp á 22 milljarða króna, sem Faxaflóahafnir hafa áhuga á að ráðast í eins fljótt og auðið er. Stjórnarflokkarnir hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir, en á síðustu klukkustundum fyrir þinghlé laugardaginn fyrir viku, var samþykkt vegaáætlun sem gerði ráð fyrir 8 milljörðum króna í Sundabraut á árunum 2008 til 2010. Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í leiðara blaðsins í dag, að ástæða sé til að skyggjast undir sykurhúð málsins. Á einni nóttu breytist nei í gær í já í dag án útskýringa. Þorsteinn spyr hvað hafi gerst á fáum dögum, hvort þjóðarbúið hafi fengið happdrættisvinning, eða reiknuðu menn vitlaust? Hvorugt segir Þorsteinn, menn hafi einfaldlega fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs. Með því að fela opinberu fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna framkvæmdina, skrifist lántakan ekki á ríkissjóð, þótt skattborgararnir greiði reikninginn á endanum. En væri ekki skynsamara að ríkið réðist einfaldlega sjálft í framkvæmdina? "Það er eitt af því sem við munum fara yfir, það er hvaða leið er hagkvæmust í þessu og við munum að sjálfsögðu velja hana," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. En þarna sé fyrirtæki þar með mikla þekking á þessu sviði. "Þetta er nú stærsti eignaraðilinn að Speli. Og það getur vel verið að hægt sé að finna hagkvæmari leið en að ríkið geri þetta beint sjálft. En við vitum auðvitað hver borgar á endanum," segir forsætisráðherra. Ritstjóri Fréttablaðsins minnir einnig á að viðskiptabankarnir hafi verið helstu gagnrýnendur fjármálastefnu ríkissjóðs og ítrekað fært rök fyrir því að opinberir aðilar færðust of mikið í fang. Með því ynni ríkisvaldið gegn viðleitni Seðlabankans til að viðhalda stöðugleika. En bankarnir hafa lýst áhuga á að taka þátt í fjármögnun Sundabrautar. Þorsteinn endar leiðarann á að segja að bókhaldshjáleiðin breyti engu um efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar, þ.e.a.s. þenslu, en umræðan um þessa leið dragi hins vegar úr trausti, hvort heldur sé á fjárveitingavaldinu eða bönkunum. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Sundabraut sem var þensluskapandi ríkisframkvæmd fyrir viku, er það ekki lengur, og þar sem ríkissjóður mátti sjá af átta milljörðum fyrir viku á næstu fjórum árum, má nú kosta rúma tuttugu milljarða, segir Þorsteinn Pálsson í leiðara Fréttablaðsins í dag. Með þessu hafi menn fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs. Ákveðið var á fundi stjórnarformanns og forstjóra Faxaflóahafna, oddvita stjórnarflokkanna og samgönguráðherra í gær að setja starfshóp í að meta tilboð Faxaflóahafna í gerð Sundabrautar. Þetta er framkvæmd upp á 22 milljarða króna, sem Faxaflóahafnir hafa áhuga á að ráðast í eins fljótt og auðið er. Stjórnarflokkarnir hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir, en á síðustu klukkustundum fyrir þinghlé laugardaginn fyrir viku, var samþykkt vegaáætlun sem gerði ráð fyrir 8 milljörðum króna í Sundabraut á árunum 2008 til 2010. Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í leiðara blaðsins í dag, að ástæða sé til að skyggjast undir sykurhúð málsins. Á einni nóttu breytist nei í gær í já í dag án útskýringa. Þorsteinn spyr hvað hafi gerst á fáum dögum, hvort þjóðarbúið hafi fengið happdrættisvinning, eða reiknuðu menn vitlaust? Hvorugt segir Þorsteinn, menn hafi einfaldlega fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs. Með því að fela opinberu fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna framkvæmdina, skrifist lántakan ekki á ríkissjóð, þótt skattborgararnir greiði reikninginn á endanum. En væri ekki skynsamara að ríkið réðist einfaldlega sjálft í framkvæmdina? "Það er eitt af því sem við munum fara yfir, það er hvaða leið er hagkvæmust í þessu og við munum að sjálfsögðu velja hana," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. En þarna sé fyrirtæki þar með mikla þekking á þessu sviði. "Þetta er nú stærsti eignaraðilinn að Speli. Og það getur vel verið að hægt sé að finna hagkvæmari leið en að ríkið geri þetta beint sjálft. En við vitum auðvitað hver borgar á endanum," segir forsætisráðherra. Ritstjóri Fréttablaðsins minnir einnig á að viðskiptabankarnir hafi verið helstu gagnrýnendur fjármálastefnu ríkissjóðs og ítrekað fært rök fyrir því að opinberir aðilar færðust of mikið í fang. Með því ynni ríkisvaldið gegn viðleitni Seðlabankans til að viðhalda stöðugleika. En bankarnir hafa lýst áhuga á að taka þátt í fjármögnun Sundabrautar. Þorsteinn endar leiðarann á að segja að bókhaldshjáleiðin breyti engu um efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar, þ.e.a.s. þenslu, en umræðan um þessa leið dragi hins vegar úr trausti, hvort heldur sé á fjárveitingavaldinu eða bönkunum.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira