Viðskipti innlent

Hlutabréf lækka enn í Evrópu

MYND/AP

Hlutabréf í Evrópu halda áfram að lækka en þau féllu í verði þriðja daginn í röð að því er kemur fram í Hálffimmfréttum Kaupþings banka. Sem dæmi má nefna að franska símafyrirtækið France Telecom lækkaði um nærri tvö prósent eftir að franska ríkið sagði frá fyrirætlunum sínum að selja allt að sjö prósent hlut í fyrirtækinu til að slá á skuldir.

Þá segir í Hálffimmfréttum að væntingar Evrópubúa um hærri stýrivexti hafi haft sitt að segja í lækununum en óttast er að seðlabankar álfunnar neyðist til að hækka vextina til að slá á verðbólgu. Hlutabréf í Evrópu hafa nú lækkað um tvö og hálft prósent í kjölfar þess að hlutabréfavísitölur Evrópu náðu sínu hæsta gildi í rúmlega sex ár, eða síðan Netbólan sprakk árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×