Greining Glitnis býst ekki við vaxtalækkun fyrr en í nóvember 25. júní 2007 15:18 MYND/Heiða Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum við næsta vaxtaákvörðunardag, þann 5. júlí. Býst bankinn ekki við að vextir verði lækkaðir fyrr í nóvember og þá um 0,5 prósentu stig. Í nýrri stýrivaxta- og gengisspá frá greiningardeildinni kemur fram verðbólgan hafi verið meiri en Seðlabankinn spáði í mars og líkur séu á að verðbólgan verði nokkuð yfir verðbólgumarkmiði næstu misseri. Þá bendi hagvísar til þess að einkaneysla hafi tekið nokkuð við sér á öðrum ársfjórðungi samfara hækkun eignaverðs og auknum kaupmætti. Þá sýni vinnumarkaðurinn nær engin merki um að farið sé að draga úr spennunni í hagkerfinu. Glitnir bendir á að á móti sýni nýútkomnar tölur um landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi að hagkerfið hafi staðið í stað milli ára og þá dragi ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar í þorskveiðum einnig úr væntingum um vöxt útflutningstekna á næstunni. Reiknar greiningardeildin með að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli sitt í nóvember á þessu ári með 0,5 prósentustiga lækkun. Stýrivextir verði svo komnir í níu prósent í lok þess árs í stað átta í fyrri spá greiningardeildarinnar. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar haldist hátt líkt og nú svo lengi sem vaxtamunur miðað við útlönd minnkar ekki að neinu marki. Það verði því ekki fyrr en bratt vaxtalækkunarferli Seðlabankans tekur við að gengi krónunnar fer að lækka. Gerir greiningardeildin ráð fyrir að gengi krónunnar gagnvart evru verði 95 krónur í lok næsta árs og að dollarinn verði kominn í 70 krónur. Krónan styrkist svo aftur á árinu 2009 þegar nýtt hagvaxtarskeið hefst. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum við næsta vaxtaákvörðunardag, þann 5. júlí. Býst bankinn ekki við að vextir verði lækkaðir fyrr í nóvember og þá um 0,5 prósentu stig. Í nýrri stýrivaxta- og gengisspá frá greiningardeildinni kemur fram verðbólgan hafi verið meiri en Seðlabankinn spáði í mars og líkur séu á að verðbólgan verði nokkuð yfir verðbólgumarkmiði næstu misseri. Þá bendi hagvísar til þess að einkaneysla hafi tekið nokkuð við sér á öðrum ársfjórðungi samfara hækkun eignaverðs og auknum kaupmætti. Þá sýni vinnumarkaðurinn nær engin merki um að farið sé að draga úr spennunni í hagkerfinu. Glitnir bendir á að á móti sýni nýútkomnar tölur um landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi að hagkerfið hafi staðið í stað milli ára og þá dragi ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar í þorskveiðum einnig úr væntingum um vöxt útflutningstekna á næstunni. Reiknar greiningardeildin með að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli sitt í nóvember á þessu ári með 0,5 prósentustiga lækkun. Stýrivextir verði svo komnir í níu prósent í lok þess árs í stað átta í fyrri spá greiningardeildarinnar. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar haldist hátt líkt og nú svo lengi sem vaxtamunur miðað við útlönd minnkar ekki að neinu marki. Það verði því ekki fyrr en bratt vaxtalækkunarferli Seðlabankans tekur við að gengi krónunnar fer að lækka. Gerir greiningardeildin ráð fyrir að gengi krónunnar gagnvart evru verði 95 krónur í lok næsta árs og að dollarinn verði kominn í 70 krónur. Krónan styrkist svo aftur á árinu 2009 þegar nýtt hagvaxtarskeið hefst.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun